Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 17:00

Guðrún Brá er efst á stigalista Eimskips- mótaraðarinnar – Ragnhildur með flesta titla

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar eftir að Íslandsmótinu í holukeppni, Securitasmótinu, lauk í gær á Hvaleyrarvelli. Það er mjög jöfn keppni hjá fjórum efstu kylfingunum og munar ekki mörgum stigum á fyrstu fjórum sætunum. Tinna Jóhannsdóttir, GK, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni á sunnudaginn í fyrsta sinn á ferlinum, er í 11. sæti á listanum.

Guðrún Brá varð önnur á fyrstu tveimur mótum tímabilsins, Nettómótinu á Hólmsvelli í Leiru og Egils Gull mótinu á Strandarvelli á Hellu. Hún varð sjötta á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi og þriðja á Íslandsmótinu í holukeppni.

Signý Arnórsdóttir úr GK, sem hefur fagnað stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í kvennaflokki undanfarin þrjú ár er í fimmta sæti á listanum. Signý hefur verið stigameistari fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

Það eru aðeins þrjú mót eftir, Íslandsmótið höggleik í júlí og síðan fara fram tvö mót í ágúst, fyrst á Garðavelli og lokamótið fer fram á Akureyri.

Sunna Víðisdóttir úr GR er í öðru sæti á stigalistanum en hún hefur sigrað á tveimur mótum á Eimskipsmótaröðinni, Nettómótinu og Símamótinu. Berglind Björnsdóttir úr GR er þriðja en hún sigraði á Egils Gull mótinu á Strandarvelli á Hellu.

Staða efstu kylfinga á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar er þessi:

1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 4537.50 stig.
2. Sunna Víðisdóttir, GR 4432.50 stig.
3. Berglind Björnsdóttir, GR 4327.50 stig.
4. Karen Guðnadóttir, GS 4253.50 stig.
5. Signý Arnórsdóttir, GK 3651.00 stig.
6. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 3201.00 stig.
7. Þórdís Geirsdóttir, GK 2801.00 stig.
8. Heiða Guðnadóttir, GKj. 2449.56 stig.
9. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK 2367.50 stig.
10. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 2208.50 stig.
11. Tinna Jóhannsdóttir, GK 2000.00 stig.
12. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 1865.00 stig.
13. Ingunn Einarsdóttir, GKG 1850.00 stig.
14. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 1651.25 stig.
15. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 1512.50 stig.
16. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA 1415.00 stig.
17. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK 1377.50 stig.
18. Helga Kristín Einarsdóttir, NK 1040.00 stig.
19. Hansína Þorkelsdóttir, GKG 1010.00 stig.
20. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR 957.50 stig.

Ragnhildur Sigurðardóttir í Korpunni. Mynd: Golf 1

Ragnhildur Sigurðardóttir í Korpunni. Mynd: Golf 1

Stigameistaramót GSÍ var sett á laggirnar árið 1989 og var Karen Sævarssdóttir fyrsti stigameistarinn.  Ragnhildur Sigurðardóttir GR hefur oftast verið stigameistari eða alls 9 sinnum og Ólöf María Jónsdóttir GK kemur þar á eftir með 6 titla.

Frá árinu 1989 tíma hafa eftirfarandi kylfingar orðið stigameistarar:
1989: Karen Sævarsdóttir (1)
1990: Ragnhildur Sigurðardóttir (1)
1991: Ragnhildur Sigurðardóttir (2)
1992: Karen Sævarsdóttir (2)
1993: Ólöf María Jónsdóttir (1)
1994: Ólöf María Jónsdóttir (2)
1995: Ólöf María Jónsdóttir (3)
1996: Ólöf María Jónsdóttir (4)
1997: Ólöf María Jónsdóttir (5)
1998: Ólöf María Jónsdóttir (6)
1999: Ragnhildur Sigurðardóttir (3)
2000: Herborg Arnarsdóttir (1)
2001: Ragnhildur Sigurðardóttir (4)
2002: Herborg Arnarsdóttir (2)
2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (5)
2004: Ragnhildur Sigurðardóttir (6)
2005: Ragnhildur Sigurðardóttir (7)
2006: Ragnhildur Sigurðardóttir (8)
2007: Nína Björk Geirsdóttir (1)
2008: Ragnhildur Sigurðardóttir (9)
2009: Signý Arnórsdóttir (1)
2010: Valdís Þóra Jónsdóttir (1)
2011: Signý Arnórsdóttir (2)
2012: Signý Arnórsdóttir (3)
2013: Signý Arnórsdóttir (4)