Caroline tapaði fyrir Zahlavovu í gær og færist undan að tala um Rory
Caroline Wozniacki komst áfram aðra vikuna á Wimledon, en þó ekki lengra. Þetta er þó það lengsta sem hún hefir náð á Wimbledon frá árinu 2011.
Hún sigraði hina 16 ára Konjuh 6-3, 6-0 í þriðju umferð á föstudaginn en tapaði síðan fyrir Barböru Zahlavovu Strycovu í gær, en Barbara þessi var áður búin að vinna Li Na frá Kína.
Eftir sigurinn gegn Konjuh sagði Caroline að velgengni hennar á tennisvellinum hefði ekkert með sambandsslitin við Rory að gera.
„Ég er bara að spila vel. Ég nýt þess að spila á grasi. Á síðasta ári var ég óheppnin að renna til á grasinu og meiða mig. Ég gat ekki spilað í 3 vikur eftir það. Árið þar áður tapaði ég fyrir[ Tamira] Paszek sem var nýbúin að sigra í Eastbourne. Þetta voru erfið 3 sett. Þannig að augljóslega hefir heppni svolítið að segja líka En í ár líður mér vel og leikurinn er á góðum stað.“
Fréttamenn virðast hafa meiri áhuga að ræða við Caroline um sambandsslitin við Rory, en hún vísaði á bug að ræða um Rory.
„Einkalíf mitt hefir ekkert að gera með tennisinn minn. Þegar ég er hér úti er það gulur bolti og hvítar línur, að slá yfir netið og vera inn á velli meira en andstæðingurinn allt sem skiptir máli.“
Wozniacki var síðan spurð að því hvort hún hefði tekið eftir yfirgnæfandi stuðningi með henni eftir að Rory sagði henni upp. Hún sagði að hún kynni vel að meta það en vildi að eitt væri á hreinu: „Ég held í allri alvöru að allir séu að gera mig að fórnarlambi. Ég er ekki fórnarlamb. Ég er bara að spila tennis. Lífið heldur áfram.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024