Evrópumótaröðin: GMac sigraði í París – Hápunktar 4. dags
Það var norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell (GMac) sem sigraði glæsilega á Alstom Open de France í gær. GMac átti frábæran lokahring upp á 4 undir pari, 67 högg og lék samtals á 5 undir pari, 279 höggum (70 79 73 67). „Ég er mjög undrandi“ sagði McDowell í gær eftir að hafa nælt sér í 10. Evróputitil sinn. „þegar ég var að klára 2. glasið af rauðvíni í gær (þ.e. á laugardeginum og var vonsvikinn yfir seinni 9 hjá mér 2. daginn þá hélt ég virkilega ekki að ég myndi standa hér með a) möguleika á bráðabana og b) sigurbikarinn í höndum mér.“ GMac var heilum 8 höggum á eftir þeim Lesa meira
Viðtalið: Kjartan Páll Einarsson, GMS
Viðtalið í kvöld er við formann mótanefndar hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi (GMS). Hann ásamt Ernu Guðmundsdóttur sá um að allt færi fram í sómanum á 3. móti Áskorendamótaraðarinnar, sem fram fór á Víkurvelli í Stykkishólmi 23. júní s.l. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Kjartan Páll Einarsson Klúbbur: Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi (GMS). Hvar og hvenær fæddistu? 16. apríl 1956 Þórisholti í Mýradal. Hvar ertu alin upp? Í Þórisholti. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er útibússtjóri Arion banka í Stykkishólmi og formaður mótanefndar GMS. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Konan og 2 dætur spila golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi? 1999-2000. Hvað varð til þess að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórhalla Arnardóttir – 6. júlí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Þórhalla Arnardóttir. Þórhalla er fædd 6. júlí 1964 og því stórafmæli í dag! Hún er í Golfklúbbi Öndverðarness. Þórhalla er gift Kolbeini Guðjónssyni. Þau hjón hafa m.a. tekið þátt í Hjóna- og parakeppni Lostætis og Hótel Akureyrar og ávallt staðið sig vel. Komast má á facebook síðu Þórhöllu hér að neðan til þess að að óska henni til hamingju með merkisafmælið: Þórhalla Arnardóttir (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnaud Massey, 6. júlí 1877; Ossie Moore, 6. júlí 1958 (56 ára – leikur á ÁstralAsíu túrnum); Lauri Merten, 6. júlí 1960 (54 ára); Azuma Yano, 6. júlí 1977 (36 ára); Lesa meira
GL: Gunnar Guðjónsson og Magnús Arnarsson sigruðu á Opna Guinness
Opna Guinness golfmótið var haldið í gær, laugardaginn 5. júlí 2014, á Garðavelli. Helstu úrslit voru eftirfarandi: 1.sæti: gogo (Gunnar Guðjónsson / Magnús Arnarsson) # 66 högg 2.sæti: HKB (Birgir Guðjónsson/Stefán Már Stefánsson) # 67 högg (betri á seinni níu) 3.sæti: 8unda undur veraldar í golfkennslu (Björn Bergmann Þórhallsson / Jón Alfreðsson) # 67 högg Nándarverðlaun á par 3 brautum: 3.braut: Stefán Már Stefánsson 4.15m 8.braut: Gunnar Torfason 6.86m 14.braut: Tryggvi Bjarnason 6.78m 18.braut: Kjartan Sigurðsson 5.21m Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu GL. Leynir vill þakka Ölgerðinni, Slippbarnum og Icelandair hótel Reykjavík Marina fyrir stuðninginn en 84 keppendur tóku þátt.
Rory tvítar mynd af Royal Liverpool
Opna breska risamótið stendur dagana 17.-20. júlí og fer í ár fram á Royal Liverpool golfvellinum í Englandi. Rory McIlory er þegar mættur og farinn að æfa sig. Hann tvítaði myndina hér að ofan, sem fylgir fréttinni og tvítaði: „Frábær dagur á Royal Liverpool. Er mættur snemma að æfa fyrir Opna breska.“
Hver er kylfingurinn: Ángel Cabrera?
Það er ekki bara argentínska landsliðið í fótbolta með Messi innanborðs sem er að kveða sér hljóðs í íþróttapressunni eftir glæsilegan sigur á Belgum í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Brasilíu í gær ; gamla argentínska brýnið Ángel Cabrera situr nú í 2. sæti fyrir lokahringinn á móti vikunnar á PGA Tour, Greenbrier Classic og gaman að sjá hvort honum tekst að landa 52 sigri sínum sem atvinnumanni í kvöld? En hver er kylfingurinn Cabrera? Ángel Cabrera fæddist 12. september 1969 á Córdoba í Argentínu og er því 44 ára. Hann hefir spilað bæði á Evróputúrnum og PGA Tour. Á spænsku er viðurnefni hans „El Pato“ sem þýða má sem „öndin“ á Lesa meira
GÞ: Sigurbjörg og Svanur klúbbmeistarar 2014
Meistaramót Golfklúbbs Þorlákshafnar fór fram dagana 25. til 28. júní 2014. Mótið tókst vel í alla staði þó veðrið hafi ekki alltaf leikið við kylfinga. Lokadaginn var mjög gott veður og lauk mótinu með veislu og verðlaunaafhendingu. Klúbbmeistari karla varð Svanur Jónsson og klúbbmeistari kvenna varð Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir. Úrslit urðu eftirfarandi: Meistaraflokkur karla – Svanur Jónsson 319 högg (4 hringir) Meistaraflokkur kvenna – Sigurbjörg Þ. Óskarsdóttir 325 högg (3 hringir) 1. flokkur karla – Óskar Logi Sigurðsson 285 högg (3 hringir) Karlar 55 ára +, – Gunnar Halldórsson 138 högg (3 x 9 holur)
PGA: Billy Hurley heldur forystu – Hápunktar 3. dags á Greenbrier Classic
Bandaríski kylfingurinn Billy Hurley heldur forystu sinni á Greenbrier Classic mótinu fyrir lokahringinn. Hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 198 höggum (68 63 67). Tveimur höggum á eftir er gamla brýnið argentínska, Ángel Cabrera og er hann svo sannarlega að blanda sér í baráttuna um sigurinn. Cabrera lék á 64 glæsihöggum í gær og er samtals á 10 undir pari, 2 höggum á eftir Hurley (68 68 64). Í 3. sæti er Kevin Chapell á samtals 9 undir pari og 7 kylfingar deila 4. sætinu á samtals 8 undir pari, hver þ.á.m. Camilo Villegas og Steve Stricker. Til þess að sjá stöðuna á Greenbrier Classic eftir Lesa meira
Hver er arftaki Tiger sem næsta golfstórstjarna Bandaríkjanna?
Nú þegar Tiger er farinn að eldast og verða fyrir meiðslum, þannig að hann er meira og minna frá keppni eru menn vestra farnir að velta fyrir sér arftaka hans. Golf Digest hefir tekið saman lista af nokkrum líklegum kandídötum, en segir þá hafa reynst misjafnlega. Og suma alls ekki hafa virkað. Hér má sjá lista Golf Digest sem er sem fyrr í máli og myndum SMELLIÐ HÉR:
GHR: Baldur, Dóra og Svavar Gísli sigruðu í Opna SS mótinu
Í dag, 5. júlí 2014 fór fram Opna SS mótið á Strandarvelli á Hellu. Þátttakendur voru 25. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Punktakeppni karlar: 1. sæti Svavar Gísli Ingvason 38 punktar 2. sæti Halldór Ingi Lúðvíksson 32 punktar 3. sæti Baldur Baldursson 30 punktar 4. sæti Magnús Arnar Kjartansson 29 punktar Punktakeppni konur: 1. sæti Dóra Ingólfsdóttir 32 punktar 2. sæti Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir 31 punktar 3. sæti Hafdís Alda Jóhannsdóttir 28 punktar 4. sæti Laufey Balgerður Oddsdóttir 27 punktar Besta skor: Baldur Baldursson 80 högg Nándarverðlaun: 2. braut Baldur Baldursson 2,33 m. 8. braut Hafdís Alda Jóhannsdóttir 5.54 m. 11. braut Þórarinn Egill Þórarinsson 8,09 m. GHR Lesa meira










