Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2014 | 10:00

PGA: Billy Hurley heldur forystu – Hápunktar 3. dags á Greenbrier Classic

Bandaríski kylfingurinn Billy Hurley heldur forystu sinni á Greenbrier Classic mótinu fyrir lokahringinn.

Hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 198 höggum (68 63 67).

Tveimur höggum á eftir er gamla brýnið argentínska, Ángel Cabrera og er hann svo sannarlega að blanda sér í baráttuna um sigurinn.

Cabrera lék á 64 glæsihöggum í gær og er samtals á 10 undir pari, 2 höggum á eftir Hurley (68 68 64).

Í 3. sæti er Kevin Chapell á samtals 9 undir pari og 7 kylfingar deila 4. sætinu á samtals 8 undir pari, hver þ.á.m. Camilo Villegas og Steve Stricker.

Til þess að sjá stöðuna á Greenbrier Classic eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR: