Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 21:45

LET: IK Kim leiðir e. 3. hring European Ladies Masters

Það er IK Kim sem búin er að koma sér í efsta sætið á ISPS HANDA European Ladies Masters. Kim átti glæsihring upp á 63 högg á 3. keppnisdegi European Ladies Masters og er komin með góða 4 högga forystu á þá sem er í 2. sæti,  hina áströlsku 18 ára Minjee Lee, sem samtals er búin að spila á 10 undir pari. Þriðja sætinu deila síðan forystukona fyrstu tvo dagana Sarah Kemp frá Ástralíu og hin bandaríska Amalía Lewis.   Báðar hafa þær leikið á samtals 9 undi pari, hvor. Fimmta sætinu deila síðan þýska Solheim Cup stjarnan Caroline Masson ásamt hinni áströlsku Nikki Campbell, en athygli vekur góður árangur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 21:00

PGA: Ótrúlegt 13 metra pútt Stricker

Steve Stricker setti ótrúlega, langt 13 metra pútt niður á flöt par-4 1. holunnar á Old White TPC á 3. hring Greebrier Classic. Sjá má glæsilegt pútt Stricker með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 18:00

Afmæliskylfingar dagsins: Guðjón, Íris Björg og Mensý – 5. júlí 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru hvorki fleiri né færri en þrír.  Guðjón D Gunnarsson er fæddur  5. júlí 1943 og á 70 ára stórafmæli í dag. Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir – Mensý er fædd 5. júlí 1964 og á 50 ára stórafmæli og  Íris Björg Þorvarðardóttir er fædd 5. júlí 1974 og á því 40 ára afmæli. Golf 1 óskar öllum afmæliskylfingunum innilega til hamingju með afmælið.  Komast má á facebook síður þeirra hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið Guðjón D Gunnarsson (70 ára) Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir-Mensý (50 ára) Íris Björg Þorvarðardóttir (40 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigurður Hafsteinsson 5. júlí 1956 (58 ára); Jeff Hall, 5. júlí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 16:00

Evróputúrinn: Örn Manassero – Myndskeið

Ítalski kylfingurinn, Matteo Manassero, fékk örn á 18. braut á 3. hring Opna franska á Le Golf National. Hringurinn gæti ekki hafa byrjað verr hjá honum en hann fékk þrefaldan skolla á 1. holuna  …. en lauk við hringinn á glæsierni á 18. holu. Hér má sjá örn Manassero SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 15:00

Evróputúrinn: Kevin Stadler með 4 högga forystu e. 3. dag Opna franska

„Litli rostungurinn“ Kevin Stadler er kominn með 4 högga forystu fyrir lokahring Opna franska á næstu keppinauta sína. Samtals er Stadler búinn að spila á 9 undir pari, 204 höggum (64 68 72). Sjá má kynningu Golf 1 á Stadler með því að SMELLA HÉR:  Fjórum höggum á eftir Kevin Stadler eru heimamaðurinn Victor Riu og Thailendingurinn Thongcai Jaidee, báðir á 5 undir pari, 209 höggum. Martin Kaymer er einn í 4. sæti á samtals 3 undir pari, 6 höggum á eftir Stadler. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Opna franska SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá högg 3. dags á Opna franska SMELLIÐ HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 11:00

G-Mac og Westwood líklegast með í Ryder Cup

Í viðtali við Sam Torrance, aðstoðarfyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu þá er líklegra en ekki að Graeme McDowell og Lee Westwood verði með í Ryder bikarnum í Gleneagles í Skotlandi nú í haust. Eins sagðist Torrance gjarnan vilja sjá landa sinn Stephen Gallacher í Ryder bikars liði Evrópu. Til þess að sjá viðtalið við Torrance SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 11:00

LET: Kemp ein í forystu e. 2. dag

Ástralski kylfingurinn Sarah Kemp er ein í forystu eftir 2. dag á ISPS HANDA European Ladies Mastes. Hún er búin að spila á samtals 9 undir pari (67 68) og hefir góða 3 högga forystu á þær tvær sem næstar koma. Það eru þær Amy Boulden frá Wales og Celine Herbin frá Frakklandi, báðar á samtals 6 undir pari, hvor. Fimm kylfingar deila síðan 4. sætinu þ.á.m. Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag ISPS HANDA European Ladies Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2014 | 08:30

PGA: Hurley efstur í hálfleik á Greenbrier Classic – Hápunktar 2. dags

Tiltölulega óþekktur bandarískur kylfingur  Billy Hurley III tyllti sér á topp skortöflunnar á Greenbrier Classic eftir glæsihring á sjálfum þjóðhátíðisdegi Bandaríkjanna, 4. júlí í gær, lék á 63 glæsihöggum. Hann er því samtals búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (68 63). Fast á hæla honum á samtals 8 undir pari, koma landar hans Chris Stroud og Kevin Chappell.  Í 4. sæti er Troy Mattheson á 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er  Stefán Garðarsson. Stefán er fæddur 4. júlí 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Stefán er flestum afrekskylfingum sem öðrum kunnur en hann er markaðsstjóri Golfsambands Íslands. Stefán er kvæntur Laufhildi Hörpu Óskarsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Stefán Garðarsson (50 ára)  – Golf 1 óskar Stefáni innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA, f. 4. júlí 1992 (22 ára) ….. og ….. Jón Ævarr Erlíngsson, GO (41 árs) Yesmine Olsson Örn Stefánsson (48 ára) Arnar Olsen Richardsson (46 ára) Mix DeTrix (39 ára) Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Ben Martin (24/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í  2. sæti, en það er  Ben Martin.  Martin  tók  þátt í Web.com Tour Finals eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu en varð í 10. sæti þ.e. bætti árangur sinn ekki. Ben Martin fæddist 26. ágúst 1987 í Greenwood, Suður-Karólínu og er því 26 ára. Hann útskrifaðist 2009 frá Clemson University með gráðu í fjármálafræði (ens. financial management) þar sem hann spilaði í 4 ár með golfliði háskólans. Martin gerðist atvinnumaður 2010. Hann komst strax Lesa meira