Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2014 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Ángel Cabrera?

Það er ekki bara argentínska landsliðið í fótbolta með Messi innanborðs sem er að kveða sér hljóðs í íþróttapressunni eftir glæsilegan sigur á Belgum í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Brasilíu í gær ; gamla argentínska brýnið Ángel Cabrera situr nú í 2. sæti fyrir lokahringinn á móti vikunnar á PGA Tour, Greenbrier Classic og gaman að sjá hvort honum tekst að landa 52 sigri sínum sem atvinnumanni í kvöld?

En hver er kylfingurinn Cabrera?

Ángel Cabrera fæddist 12. september 1969 á Córdoba í Argentínu og er því 44 ára. Hann hefir spilað bæði á Evróputúrnum og PGA Tour. Á spænsku er viðurnefni hans „El Pato“ sem þýða má sem „öndin“ á íslensku, en það viðurnefni hefir hann vegna vaggandi göngulags síns. Hann hefir sigrað bæði á Opna bandaríska og The Masters og er fyrsti Argentínumaðurinn í báðum tilvikum til þess að takast það.  Nú er hann í forystu fyrir lokahring the Masters risamótsins 2013.

Angel ásamt kaddý á Masters 2013

Backgrunnur

Pabbi Ángel , Miguel var verkamaður og mamma hans vann sem þjónustustúlka.  Ángel var bara 3 eða 4 ára þegar foreldrar hans skildu. Hann var skilinn eftir í umsjá ömmu sinnar, föður megin. Hann var hjá henni þar til hann var 16 ára, þá flutti hann nokkra metra frá henni í hús Silvíu, sem var 12 árum eldri en hann og móðir fjögurra stráka. Þau áttu saman soninn Federico (f. 5. júní 1989) og annan til Ángel (f. 10. mars 1991).

Ángel og Silvia hafa aldrei gifst, en eru opinberlega skilin að skiptum.

Cabrera var aðeins 10 ára þegar hann gerðist kylfuberi í Córdoba Country Club, sem varð næstum annað heimili hans. Hann lærði að spila golf í veðmálum við aðra kylfubera. Eldheit ákveðni hans og kraftaleg sveifla náði athygli eins félagans í klúbbnum, Juan Cruz Molina, sem var fasteignajöfur í bænum og sá gaf Ángel fyrsta golfsettið sem hann eignaðist.

Riðvöxtur Cabrera og vani hans að reykja á hverri holu gerði hann að eftirtektarverðum náunga á vellinum, en nú er Cabrera hættur að reykja og tyggur níkótíntyggjó í staðinn. Hann er þekktur fyrir að vera með einhverja stærstu sveiflu í golfinu. Sonur Cabrera, Fedrico gerðist atvinnukylfingur 2008. Federico fór í Q-school PGA 2011 en komst ekki í gegnum 2. stig. Ángel yngri sonur Cabrera gerðist atvinnugolfari í fyrra 2012 og spilar á kanadíska PGA.

Ángel Cabrera

Ángel Cabrera

Atvinnumennskan – Fyrstu árin
Cabrera gerðist atvinnumaður 20 ára. Hann náði engum árangri í fyrstu 3 tilraunum sínum í Q-school Evrópumótaraðarinnar en í 4. skiptið sem hann reyndi 1995, með fjárstyrk Molina, náði hann í gegn og fékk kortið sitt fyrir keppnistímabilið 1996. Hann hélt kortinu sínu 3 keppnistímabil og var m.a. kominn í 10. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar 1999. Cabrera var síðan meðal efstu 15, 7 sinnum og besti árangurinn snemma á ferlinum var 5. sætið árið 2005.

Ángel Cabrera

Ángel Cabrera

Sigrar á Evrópumótaröðinni

Fyrstu tveir sigrar Cabrera sem atvinnumanns komu í Suður-Ameríku árið 1995 og fyrsti sigurinn á Evrópumótaröðinni kom árið 2001 í Argentine Open, sem var samvinnuverkefni Evrópumótaraðarinnar og mótaraðarinnar í  Suður-Ameríku. Árið 2005 sigraði Cabrera á BMW Championship. Eins vann Cabrera 7 mót í Suður-Ameríku. Cabrera komst í 9. sæti heimslistans 2. október 2005 og var þetta það hæsta sem hann hafði komist. Hann var hæst rankaði kylfingur Suður-Ameríku um árabil áður en menn á borð við Andrés Romero og Camilo Villegas komu fram á sjónarsviðið og unnu PGA mót árið 2008.

Cabrera hafði unnið sér inn nóg af verðlaunafé ($ 623.504) án þess að vera á PGA Tour til þess að vinna sér inn kortið sitt fyrir árið 2007. Hann spilaði öll árin 2007-2009 á PGA Tour.

Árið 2009 tilkynnti Cabrera að hann ætlaði sér að starfa með Gary Player í að hanna golfvelli og athygli þeirra myndi beinast að Suður-Ameríku. Ekki að ástæðulausu að fyrstu Olympíuleikarnir þar sem golf er keppnisgrein, verður haldin í Brasliíu 2016.

Ángel Cabrera sigurvegari US Open 2007

Ángel Cabrera sigurvegari US Open 2007

Sigurinn á Opna bandaríska 2007
Cabrera sigraði á fyrsta risamóti sínu árið 2007 – Opna bandaríska á Oakmont golfvellinum, sem er nálægt Pittsburgh. Hann var á 5 yfir pari og vann Tiger og Jim Furyk með 1 höggi. Cabrera var í forystu eftir 36 holur á samtals sléttu pari, var á 1 undir pari fyrri daginn en 1 yfir pari seinni daginn. Hann átti í erfiðleikum á 3. hring var á 6 yfir pari, sem gerði það að verkum að hann var 4 höggum á eftir forystunni og 2 höggum á eftir Tiger.

Hann  kom til baka af óvenjukrafti lokahringinn. Hann fékk fugl á eina lengstu par-3 holu í sögu risamóta þegar hann sökkti 7 metra pútti á 8. holu, sem var 300 yarda (270 metra) í mótinu á sunnudeginum. Cabrera lauk hringnum á 1 höggi undir pari, sem kom skorinu í 5 yfir par, 285 högg, en það tryggði honum fyrsta sigurinn á risamóti. Á blaðamannafundinum eftir að sigurinn lá ljós fyrir sagði Cabrera m.a.: „Nú, það eru sumir kylfingar með íþróttasálfræðinga, sumir eru með íþróttafræðinga… ég reyki.“  Cabrera er fyrsti kylfingurinn frá Argentínu til þess að sigra á Opna bandaríska og 2. Argentínumaðurinn til þess að sigra á risamóti í golfi á eftir Roberto De Vicenzo, sem vann Opna breska árið 1967 á Royal Liverpool (Hoylake). Cabrera hlaut Olimpia de Oro (Gullnu Olympíuverðlaunin) árið 2007, sem veitt eru íþróttamanni ársins í Argentínu.

Ángel Cabrera á the Masters 2009

Ángel Cabrera á the Masters 2009

Sigurinn á the Masters 2009
Cabrera sigraði á the Masters árið 2009  eftir 3 manna bráðabana við Chad Campbell og Kenny Perry. Á fyrstu holu bráðabanans, þeirri 18. missti Cabrera boltann til hægri og var bolti hans beint fyrir aftan tré. Í 2. höggi sínu sló hann hægra megin við tréð og boltinn stefndi í átt að 10. braut en endaði í öðru tré sem sendi bolta Cabrera beint á miðja 18. braut. Hann og Perry skrömbluðu fyrir pari meðan Campbell missti 1,5 metra parpútt sitt og datt úr keppni. Á 2. holu bráðabanans, þeirri 10. náði Cabrera aftur pari og vann þar með Perry …. og varð þar með fyrsti Argentínumaðurinn til þess að sigra á the Masters. Hann var lægst rankaði kylfingurinn til þess að sigra á the Masters (en hann var í 69. sæti heimslistans).

Sem stendur eru Cabrera og Tiger Woods einu félagarnir á PGA Tour sem hafa unnið bæði Opna bandaríska og the Masters frá árinu 2009.

Cabrera átti í ströggli við meiðsli mestallt 2010 árið og missti af fjölda móta þar sem hann varð að gangast undir skurðaðgerð.

Ángel Cabrera og Jhonattan Vegas tveir flottir kylfingar frá Suður-Ameríku

Ángel Cabrera og Jhonattan Vegas tveir flottir kylfingar frá Suður-Ameríku

2011 keppnistímabilið
Árið 2011 var Cabrera aftur meðal þeirra sem voru að berjast um græna jakkann, en hann var 4 höggum á eftir forystumanninum, Rory McIlroy á sunnudeginum. Cabrera byrjaði hringinn af stöðugleika og var jafnvel í forystu á einhverjum parti sunnudagseftirmiðdagsins, en skollar á 12. og 16. holu gerðu vonir hans um sigur að engu. Hann lauk keppni á 71 höggi og í 7. sæti, fimm höggum á eftir Charl Schwartzel frá Suður-Afríku, sem vann mótið. Þetta er besti árangur Cabrera frá því hann vann Masters árið 2009.

Ángel Cabrera í Forsetabikarnum

Ángel Cabrera í Forsetabikarnum

Liðakeppnir í golfinu

Cabrera var í liði alþjóðaliðsins í Forsetabikarnum 2005, 2007, and 2009, þegar Gary Player var fyrirliði.

Heimild: Wikipedia