GKS: SNAG námskeið fimmtudaginn 24. júlí á Siglufirði
SNAG golfnámskeið verður haldið á sparkvellinum við grunnskólann á Siglufirði fimmtudaginn 24. júlí frá kl. 16:30 – 18:30 SNAG hentar báðum kynjum, börnum frá 4ra ára, fullorðnum og öldruðum. Á námskeiðinu eru grunnhreyfingarnar í golfi kenndar í gegnum æfingar og leik sem ungir og aldnir hafa gaman af. Þátttaka er ókeypis. Skráning hjá vefstjoriGKS@gmail.com eða í síma 660 1028 Kennari verður Arnar Freyr Þrastarson SNAG leiðbeinandi
GG: Gerða Kristín og Helgi Dan klúbbmeistarar
Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur (GG) fór fram 9.- Þátttakendur í ár voru 44. Klúbbmeistarar GG 2014 eru þau Gerða Kristín Hammer og Helgi Dan Steinsson. Úrslit í meistaramóti GG 2014 voru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1 Helgi Dan Steinsson GG -3 F 38 34 72 2 69 67 73 72 281 1 2 Kristinn Sörensen GG -1 F 38 38 76 6 71 72 65 76 284 4 3 Hávarður Gunnarsson GG 0 F 36 36 72 2 75 76 72 223 13 4 Ingvar Guðjónsson GG 1 F 37 40 77 7 80 76 75 77 308 28 5 Sigurður Sverrir Guðmundsson GG 4 F 46 41 87 17 75 72 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þór Einarsson ——- 22. júlí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Þór Einarsson. Þór er fæddur 22. júlí 2000 og er því 14 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan: Þór Einarsson (14 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Berning, 22. júlí 1941 (73 ára); Carl Suneson, 22. júlí 1967 (47 ára); Brendon Todd, 22. júlí 1985 (29 ára)…… og …… Valur Valdimarsson (64 ára) Kristofer Helgason (44 ára) Rassar Í Sveit (47 ára) Kríla-peysur Fríðudóttir (41 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira
GK: Axel og Davíð sigruðu á Opna Subway mótinu
Á laugardaginn 19. júlí s.l. var haldið opið mót í samstarfi við Subway. 125 kylfingar skráðu sig til leiks og spiluðu í ágætis veðri. Subway bauð kylfingum uppá glæsilega teigjöf sem í voru Taylor Made boltar, frímiði á Subway og gosdrykk til að hafa meðferðis á hringnum. Verðlaun mótsins voru glæsileg og var jöfn og spennandi keppni í punktakeppninni þar sem var veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik. Axel Bóasson spilaði best allra og kom inná 66 höggum, glæsilegur hringur hjá honum. Nándarverðlaun voru svo á öllum par 3. brautum og einnig voru veitt aukaverðlaun fyrir lengsta drive á 13. braut og Lesa meira
GOB: Halldóra Björk og Eyþór Ágúst klúbbmeistarar 2014
Meistaramót Golfklúbbs Oddfellowa í Bakkakoti (GOB) í Mosfellsbænum fór fram nú um helgina þ.e. 16.-19. júlí 2014. Þátttakendur í ár voru 54. Klúbbmeistarar GOB 2014 eru Eyþór Ágúst Kristjánsson, en honum tókst að verja titil sinn frá því í fyrra og Halldóra Björk Sigurðardóttir. Úrslit allra flokka: Meistaraflokkur karla 1. Eyþór Ágúst Kristjánsson, klúbbmeistari 2014 2. Gunnar Ingi Björnsson 3. Einar Gestur Jónasson ( eftir umspil ) 1. flokkur kvenna 1. Halldóra Björk Sigurðardóttir. klúbbmeistari kvenna 2014 2. Kolbrún Edda C. Sigurhansdóttir 3. Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir 1. flokkur karla 1. Davíð Hlíðdal Svansson 2. Þórarinn Egill Þórarinsson 3. Einar Bjarni Sigurðsson 2. flokkur karla 1. Auðunn Örn Lesa meira
Heimslistinn: Rory aftur nr. 2
Rory McIlroy fer úr 8. sæti heimslistans, sem hann var kominn í, í síðustu viku, upp í nr. 2 á heimslistanum, vegna sigurs síns á Opna breska í Hoylake. Önnur breyting er að Jim Furyk er aftur kominn á topp-10 listann vegna glæsilegs 4. sætis árangurs síns á Opna breska. Tiger fer hins vegar niður um 2 sæti var í 7. sætinu en er dottin niður í 9. sætið! Topp 10 heimslistans þessa vikuna lítur svona út: 1. sæti Adam Scott 9, 24 stig 2. sæti Rory McIlroy 8,16 stig 3. sæti Henrik Stenson 7,81 stig 4. sæti Justin Rose 7,34 stig 5. sæti Sergio Garcia 7,05 stig 6. sæti Lesa meira
Hvað er heitt og hvað afleitt?
Nú í sumar hefir verið í gangi greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína, enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið. Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Birgisson – 21. júlí 2014
Einn besti og ástsælasti golfkennari landsins, Magnús Birgisson, á afmæli í dag en hann er fæddur 21. júlí 1959 og því 55 ára. Magnús er flestum kylfingum landsins að góðu kunnur, m.a vegna golfkennarastarfa sinna á Costa Ballena á Spáni (þar sem hann kennir golf í hópi einvala liðs golfkennara, þ.e. ásamt Ragnhildi Sigurðardóttur og Herði Arnarsyni ) Það er kunnara en frá þurfi að segja að Magnús kemur úr stórri golffjölskyldu en allir í kringum hann, eiginkonan, synir, systur, móðir, frænkur og frændur eru í golfi. Magnús er kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur, eiganda golfvörufyrirtækisins hissa.is, en á boðstólum fyrirtækisins eru ýmsar frábærar vörur fyrir golfara m.a. birdiepelar, flatarmerki, flatargaflar, tí, golfkúluvarasalvar, golfhandklæði og síðast en ekki síst Lesa meira
Viðtal við Rory eftir sigurinn á Opna breska – Myndskeið
Eftir sigurinn á Opna breska sat Rory blaðamannafund. Sjá með því að SMELLA HÉR: Meðal þess sem Rory sagði var hann væri afar stoltur af því að sitja þarna og verða búinn að vinna 3. risamótið 25 ára og kominn með 3/4 hluta af Career Grand Slam-i (þ.e. búin að sigra á 3 af 4 risamótum). Það hefði verið eins gott að vera með 6 högga forskot fyrir lokahringinn því sótt hefði verið að honum og margir hefðu saxað á forskot hans þ.e. aðallega auðvitað Rickie Fowler og Sergio Garcia, þannig að í lokinn munaði aðeins 2 höggum. Rory sagðist ætla njóta þess að vera með Claret Jug (verðlaunabikar Opna Lesa meira
Gagnrýnt að Rory hafi eftir sigurinn á Opna breska neitað áhanganda um eiginhandaráritun – Myndskeið
Margir hafa orðið til þess að gagnrýna sigurvegara Opna breska 2014, Rory McIlory, vegna þess að eftir sigurinn neitaði hann litlum áhanganda um eiginhandaráritun -Rory ýtti stráknum frá sér og flýtti sér bara áfram og síðan sjást öryggisverðir sópa stráknum burt. Sjá með því að SMELLA HÉR: Írski þingmaðurinn Ciaran Cannon, sem er á írska þinginu fyrir Galway sem er þekkt golfhérað á Írlandi, tvítaði m.a.: „Það að hr. McIlroy neiti barni um eiginhandaráritun, sem hefði tekið 2 sekúndur, segir mikið um hann sem einstakling.“ Ýmsir hafa þó komið Rory til varnar m.a. enski kylfingurinn Ian Poulter, sem er ansi duglegur á félagsmiðlunum, en Poulter sagði það vera reglu á móti Lesa meira










