Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2014 | 11:30

Hlustið á unglingana! Ingvar Andri og Birkir Orri með 100% rétta spá um úrslit Opna breska

Hér á Golf 1 birtist fyrir Opna breska í síðustu viku „Spá unglingana“, en nokkrir af handahófi valdir íslenskir afreksunglingar í golfi voru beðnir um að svara eftirfarandi spurningum: 1. Nefnið þá 5 sem þið teljið líklegasta til að sigra á Opna breska. 2. Hver vinnur Opna breska? 3. Kemur sigurinn á Opna breska í ár á óvart? 4. Hver af 56 bandarískum kylfingum, sem tekur þátt í Opna breska, kemur til með að standa sig best? Hér má sjá svör unglinganna SMELLIÐ HÉR:  Eins og sjá má af svörunum töldu næstum allir þ.e. allir nema 3 líklegt að Rory McIlory stæði uppi sem sigurvegari á Opna breska eða 9/12 hluti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2014 | 10:00

GHG: Gott framtak!

Hole in One innanfélagsmótaröð Golfklúbbs Hveragerðis (GHG) hófst í maí sl. Golfklúbburinn ákvað að öll innkoma á fyrsta innanfélagsmótinu í Hole in One mótaröð klúbbsins í júní yrði til styrktar Aroni Eðvarð Björnssyni og foreldrum hans vegna veikinda drengsins. Aron Eðvarð er með sjúkdóm sem heitir short gut bowel syndrome eða stuttar garnir. Sjúkdómurinn gerir það að verkum að hann getur ekki nýtt næringu úr mat eins og við hin. Hann fær næringu í æð daglega og sjá foreldrar hans alfarið um meðferð litla guttans. Eftir innanfélagsmót GHG 16. júlí s.l. afhenti gjaldkeri klúbbsins styrkinn til Björns Arons, sem er  klúbbfélagi í GHG, en hann er faðir Arons (sjá mynd). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2014 | 03:00

Íslandsbankamótaröðin (4): Helga Kristín og Gísli Íslandsmeistarar í höggleik 17-18 ára

Það eru Helga Kristín Einarsdóttir, NK, og Gísli Sveinbergsson, GK, sem eru Íslandsmeistarar í höggleik í flokki 17-18 ára, en Íslandamót unglinga í höggleik fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 19.-20. júlí 2014. Úrslit í stúlknaflokki á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar – Íslandsmótinu í höggleik unglinga voru eftirfarandi: Helga Kristín lék Strandarvöll á 8 yfir pari 148 höggum  (75 73) og átti 3 högg á Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, sem varð í 2. sæti á samtals 11 yfir pari, 151 höggi (75 76).  Í 3. sæti varð Birta Dís Jónsdóttir, GHD á samtals 12 yfir pari, 152 höggum (79 73). Úrslit í stúlknaflokki á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar – Íslandsmótinu í höggleik unglinga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2014 | 02:00

Íslandsbankamótaröðin 2014 (4): Saga Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki

Það var Saga Traustadóttir, GR, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í höggleik í telpnaflokki á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar – Íslandsmóti unglinga í höggleik. Sigurskor Sögu var 13 yfir pari, 153 högg (77 76). Í 2. sæti, 5 höggum á eftir Sögu, varð Ólöf María Einarsdóttir, GHD, á samtals 158 höggum (79 79). Í 3. sæti varð síðan Thelma Sveinsdóttir, GK á samtals 19 yfir pari, 159 höggum (79 80). Úrslit á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014 í telpnaflokki voru eftirfarandi: 1 Saga Traustadóttir GR 5 F 40 36 76 6 77 76 153 13 2 Ólöf María Einarsdóttir GHD 6 F 40 39 79 9 79 79 158 18 3 Thelma Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2014 | 01:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (4): Úrslit

Fjórða mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram hjá Golfklúbbnum Þverár að Hellishólum dagana 19.-20. júlí 2014. Úrslit eru eftirfarandi: Stelpuflokkur 14 ára og yngri: 1 Sigrún Linda Baldursdóttir GKJ 28 F 58 54 112 41 119 112 231 89 2 Auður Sigmundsdóttir GR 28 F 82 79 161 90 161 161 90 3 Kristín Sól Guðmundsdóttir GKJ 28 F 55 56 111 40 133 111 244 102 4 Thelma Björt Jónsdóttir GK 28 F 65 53 118 47 127 118 245 103 5 Katrín Lind Kristjánsdóttir GR 28 F 65 72 137 66 136 137 273 131 6 Andrea Birna Guðmundsdóttir GR 28 F 69 70 139 68 135 139 274 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 21:00

Opna breska 2014: Rory sigurvegari!!! – Hápunktar 4. dags

Rory McIlroy er sigurvegari Opna breska 2014. Þar með varð Rory 3. yngsti kylfingurinn til þess að sigra á Opna breska, en þeir tveir sem orðið hafa meistarar Opna breska yngri en Rory eru Jack Nicklaus (23 ára) og Tiger Woods (24 ára). Sigurskor Rory var 17 undir pari, 271 högg (66 66 68 71). Rory átti 2 högg á Rickie Fowler og Sergio Garcia, sem deildu 2. sætinu. Í 4. sæti varð Jim Furyk á samtals 13 undir pari, hvor. Fimmta sætinu deildu síðan Ástralarnir Adam Scott og Marc Leishman, báðir á samtals 12 undir pari. Eftir sigurinn sagði Rory m.a.: „Ég hef aftur fundið ástríðu mína fyrir golfi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 20:30

GÚ: Magnús og Hólmfríður klúbbmeistarar 2014

Nú um helgina, dagana 19.-20. júlí 2014 fór fram meistaramót Golfklúbbsins Úthlíðar (GÚ). Þátttakendur í ár voru 35. Klúbbmeistarar GÚ 2014 eru Magnús Ólafsson, GO og Hólmfríður Einarsdóttir, GKG, sem varði titil sinn og hefir nú orðið klúbbmeistari kvenna í GÚ 3 ár í röð!  Þess er vert að geta að Hólmfríður er einnig klúbbmeistari í 1. flokki kvenna í GKG 2014! Úrslit í meistaramóti GÚ 2014 eru eftirfarandi: 1. flokkur kvenna: 1 Hólmfríður Einarsdóttir GKG 10 F 40 42 82 12 81 82 163 23 2 Dýrleif Arna Guðmundsdóttir GÚ 12 F 45 45 90 20 90 90 180 40 3 Elín Agnarsdóttir GÚ 16 F 51 51 102 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin (4): Andrea Íslandsmeistari í höggleik í stelpuflokki

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA,  varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í stelpuflokki á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Strandarvelli á Hellu. Hún lék á samtals 29 yfir pari, 169 höggum (85 84). Fjórum höggum á eftir á 33 yfir pari varð Zúzanna Korpak GS, á 33 yfir pari, 173 höggum (87 86). Í 3. sæti varð síðan Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG á 36 yfir pari, 176 höggum (87 89). Úrslit í stelpuflokki á Íslandsmótinu í höggleik unglinga 2014 varð eftirfarandi: 1 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 14 F 41 43 84 14 85 84 169 29 2 Zuzanna Korpak GS 14 F 48 38 86 16 87 86 173 33 3 Alma Rún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 19:00

Íslandsbankamótaröðin (4): Fannar Ingi tvöfaldur Íslandsmeistari í drengjaflokki

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, átti glæsilegan hring upp á 65 í gær á Strandarvelli, Hellu, þar sem Íslandsmótið í höggleik unglinga fór fram. Fannar Ingi fylgdi þeim hring eftir í dag með öðrum upp á 1 yfir pari og er á samtals skori upp á 4 undir pari, 136 höggum (65 71), sem er besta skorið yfir allt mótið!!! Glæsilegur árangur þetta hjá Fannari Inga!!! Fannar Ingi er jafnframt með þessum sigri tvöfaldur Íslandsmeistari, þ.e. er bæði Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik!!! Stórglæsilegt!!! Í 2. sæti varð Arnór Snær Guðmundsson, GHG, einnig á flottu heildarskori upp á 2 undir pari, 138 höggum (68 70) og í 3. sæti er Kristján Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 19:00

Jónína Kristjánsdóttir fór holu í höggi!

Jónína Kristjánsdóttir, GK,  fór holu í höggi á Svarfhólsvelli á Selfossi í dag. Golf 1 óskar Jónínu innilega til hamingju með ásinn!