Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2014 | 13:00

Gagnrýnt að Rory hafi eftir sigurinn á Opna breska neitað áhanganda um eiginhandaráritun – Myndskeið

Margir hafa orðið til þess að gagnrýna sigurvegara Opna breska 2014, Rory McIlory, vegna þess að eftir sigurinn neitaði hann litlum áhanganda um eiginhandaráritun -Rory ýtti stráknum frá sér og flýtti sér bara áfram og síðan sjást öryggisverðir sópa stráknum burt. Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Írski þingmaðurinn Ciaran Cannon, sem er á írska þinginu fyrir Galway  sem er þekkt golfhérað á Írlandi, tvítaði m.a.:

„Það að hr. McIlroy neiti barni um eiginhandaráritun, sem hefði tekið 2 sekúndur, segir mikið um hann sem einstakling.“

Ýmsir hafa þó komið Rory til varnar m.a. enski kylfingurinn Ian Poulter, sem er ansi duglegur á félagsmiðlunum, en Poulter sagði það vera reglu á móti sem Opna breska, að ekki mætti veita eiginhandaráritanir áður en búið væri að skila inn skorkorti.

Rory hefði því verið með báðar hendur bundnar og ekki getað veitt eiginhandaráritunina.  Annað hefði verið reglubrot.