Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 22. 2014 | 10:00

Heimslistinn: Rory aftur nr. 2

Rory McIlroy fer úr 8. sæti heimslistans, sem hann var kominn í, í síðustu viku, upp í nr. 2 á heimslistanum, vegna sigurs síns á Opna breska í Hoylake.

Önnur breyting er að Jim Furyk er aftur kominn á topp-10 listann vegna glæsilegs 4. sætis árangurs síns á Opna breska.

Tiger fer hins vegar niður um 2 sæti var í 7. sætinu en er dottin niður í 9. sætið!

Topp 10 heimslistans þessa vikuna lítur svona út:

1. sæti Adam Scott  9, 24 stig

2. sæti Rory McIlroy 8,16 stig

3. sæti Henrik Stenson 7,81 stig

4. sæti Justin Rose 7,34 stig

5. sæti Sergio Garcia 7,05 stig

6. sæti Bubba Watson 6,80 stig

7. sæti Matt Kuchar 6,66 stig

8. sæti Jason Day 6,40 stig

9. sæti Tiger Woods 6,23 stig

10. sæti Jim Furyk 6,02 stig