Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Flottir kylfusveinar
Á Íslandsmótinu í höggleik eru margir flottir kylfusveinar, sem fá mun minni athygli en kylfingarnir, en gegna þó svo mikilvægu starfi. Kylfusveinn Birgis Leifs Hafþórssonar, GKG á Íslandsmótinu í höggleik er sá sami og hjálpaði honum til titilsins í fyrra, sonur hans, Íslandsmeistarinn í höggleik í strákaflokki 2014, Ingi Rúnar Birgisson. Svo virðist sem Ingi Rúnar ætli að aðstoða föður sinn við að verja titilinn á morgun! Kylfusveinn Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR, sem leiðir í kvennaflokki, er faðir hennar Kristinn Gíslason, en hann hefir löngum verið aðalkaddýinn henanr. Valdís Þóra GL sem er í 2. sæti er með systur sína Friðmey á pokanum og Guðrún Brá GK er með Heiðrúnu Jóhannsdóttur, móður Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Rástímar 4. dag
Rástímar á 4. degi þ.e. lokadegi Íslandsmótsins í golfi, 27. júlí 2014 eru eftirfarandi: 07:20 0412862969 Bergur Dan Gunnarsson GKG 9.4 1302664799 Jóhann Sigurðsson GR 5.0 07:30 0711962329 Ottó Axel Bjartmarz GO 3.6 0503972119 Einar Snær Ásbjörnsson GR 4.2 2310893229 Samúel Gunnarsson GÓ 4.0 07:40 1610982569 Jóhannes Guðmundsson GR 6.3 0312665489 Guðmundur Arason GR 4.0 2407913239 Arnar Freyr Jónsson GN 3.1 07:50 1301982449 Hákon Örn Magnússon GR 4.4 0405992749 Kristján Benedikt Sveinsson GA 3.5 2704534579 Björgvin Þorsteinsson GA 3.6 08:00 2104695679 Jón Karlsson GHG 2.5 1401962159 Gunnar Smári Þorsteinsson GR 4.7 3107852109 Magnús Magnússon GKG 5.5 08:10 1611962829 Ævarr Freyr Birgisson GA 3.2 2906962169 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 1.0 1707982609 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Ólafía Þórunn leiðir fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki
Það er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem leiðir fyrir lokahring Íslandsmótsins í höggleik. Ólafía Þórunn er á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (76 70 74). Í dag lék Ólafía Þórunn á 2 yfir pari, spilaði jafnt og stöðugt golf nema hvað um miðbikið þ.e. á 10. holu fékk hún skramba og síðan tvo skolla í röð á 11. og 12. holum. Hún náði sér þó aftur á strik á 14. braut þar sem Ólafía fékk fugl. Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir Ólafíu Þórunni er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Hún hefir leikið á samtals 9 yfir pari, 222 höggum (75 73 74). Í 3. sæti er síðan Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Birgir Leifur leiðir á 12 undir pari fyrir lokahring Íslandsmótsins
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, jók forystu sína í dag á Íslandsmótinu í höggleik. Hann leiðir nú með 12 undir pari, 201 högg (66 68 67). Eftir gærdaginn þ.e. 2. mótsdag lofaði Birgir Leifur að vera grimmari úti á velli en þá lék hann á þremur höggum undir pari. Í dag lék hann á fjórum höggum undir pari. Aðspurður hvort hann hafi verið jafn grimmur úti á vellinum og hann hafi lofað sagði Birgir Leifur: „Já, í huganum var ég grimmur. Ég hef oft slegið betur en í dag, þetta var kannski ekkert alveg út úr kú. Ég var alltaf í þokkalegum leik og gerði það sem ég þurfti að gera. Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (5) – Íslandsmótið í höggleik hjá GKG 3. dagur 26. júlí 2014 – Myndasería
Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Arason – 26. júlí 2014
Það er Guðmundur Arason sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðmundur fæddist í Reykjavík, 26. júlí 1956 og er því 58 ára í dag! Guðmundur er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann hefir tekið þátt í fjömörgum opnum golfmótum á árinu m.a. 1. maí mótinu 2014 á Hellu. Golf 1 tók fyrir nokkru viðtal við afmæliskylfinginn, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mick Jagger 26. júlí 1943 (71 árs); Allen Doyle, 26. júlí 1948 (66 ára); Hannah Jun, 26. júlí 1985 (29 ára); Pedro Oriol, 26. júlí 1986 (28 ára); Andreas Hartø, 26. júlí 1988 (26 ára) …… og …… Sigridur Rosa Bjarnadottir Hulda Soffía Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Guðrún Brá tyllir sér í 1. sætið hjá konunum e. fyrri 10 á 3. hring
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er komin í efsta sæti Íslandsmótsins í höggleik í kvennaflokki eftir fyrri 10 á 3. degi, 1 höggi á undan Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR. Þær stöllur eru í síðasta ráshóp kvenkylfinganna 18, sem komust í gegnum niðurskurð. Aðeins 1 höggi munaði á þeim stöllum Ólafíu Þórunni í hag, þar til Guðrún Brá fékk ólukkans skolla á par-4 8. holuna og munurinn milli þeirra Ólafíu Þórunnar því orðinn 2 högg. Ólafía Þórunn var líkt og Guðrún Brá búin búin að para allar 7 fyrstu holurnar, fékk líka par á 8. en síðan slæman skramba á par-3 9. holuna og þar með voru hún og Guðrún Brá orðnar Lesa meira
Dustin Johnson ánægður með 30 ára afmælið
Dustin Johnson er yfir sig ánægður með síðasta afmæli sitt, en hann varð 30 ára s.l. 22. júní s.l. Johnson er hins vegar ekki sá duglegasti á félagsmiðlunum, þannig að hann dettur stundum út svo vikum skipti. Nú í s.l. viku sendi hann frá sér mynd af afmælisdeginum sínum og er ekki annað að sjá en að vel hafi farið um hann í örmum sinnar heittelskuðu. Hann tvítaði: „Þetta var besti afmælisdagurinn. Ég elska þig Paulina Gretzky“ Meðfygjandi var mynd af þeim skötuhjúum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Allir farnir út á 3. degi
Birgir Leifur Hafþórsson, Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, síðasti ráshópur 3. dags á Íslandsmótinu í höggleik 2014 voru að fara út nú rétt í þessu, en áætlaður rástími þeirra var kl. 12:40. Þar með eru allir keppendurnir 90, sem komust í gegnum niðurskurð (72 karlkylfingar og 18 kvenkylfingar) í gær komnir út á Leirdalsvöll. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er fínt – 15° hiti, skýjað en hann hangir þurr. Um leið og Golf 1 mun áfram halda kröftugri umfjöllun um Íslandsmótið, hvetur það alla til þess að mæta á Leirdalsvöll og fylgjast með þeirri golfveislu, sem þar á sér stað. Allir okkar bestu kylfingar mættir í eitt mót á sama Lesa meira
Barkley: „Tiger ekkert fyrir að sósíalisera“
Fyrum NBA MVP og núverandi golffréttaskýrandi TNT fréttamiðilsins, gamla körfuboltahetjan, Charles Barkley, segir oftast það sem honum liggur á hjarta og er sjaldnast að skafa af því og er reyndar hrikalega beinskeyttur stundum. Það nýjasta er að honum finnst Tiger ekkert fyrir að blanda geði við aðra m.ö.o. Tiger er ekkert fyrir að sósíalisera.“ Í Mike Missanelli Show á útvarpsstöðinni 97,5 FM í Filadelfíu í gær var Barkley spurður að því að einhverjum sem hringdi inn hvort hann væri enn vinur Tiger. „Við erum ekki vinir lengur,“ svaraði Barkley, áður en hann fór í fremur langdregnar vangaveltur um það hvort nokkur þekkti í raun Tiger. Barkley svaraði þeirri staðhæfingu Missanelli Lesa meira










