Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2014 | 14:15

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Guðrún Brá tyllir sér í 1. sætið hjá konunum e. fyrri 10 á 3. hring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, er komin í efsta sæti Íslandsmótsins í höggleik í kvennaflokki eftir fyrri 10 á 3. degi, 1 höggi á undan Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR.

Þær stöllur eru í síðasta ráshóp kvenkylfinganna 18, sem komust í gegnum niðurskurð.

Aðeins 1 höggi munaði á þeim stöllum Ólafíu Þórunni í hag, þar til Guðrún Brá fékk ólukkans skolla á par-4 8. holuna og munurinn milli þeirra Ólafíu Þórunnar því orðinn 2 högg.

Ólafía Þórunn var líkt og Guðrún Brá búin búin að para allar 7 fyrstu holurnar, fékk líka par á 8.  en  síðan slæman skramba á par-3 9. holuna og þar með voru hún og  Guðrún Brá orðnar jafnar.

Á 10. holu fékk Guðrún Brá síðan par en Ólafía Þórunn skolla og þar með er Guðrún Brá komin 1 höggi yfir!

Æsispennandi keppni í kvennaflokki – en nú um helgina stefnir í einvígi milli þeirra Guðrúnar Brár og Ólafíu Þórunnar og Ragnhildar Kristinsdóttur, og Valdísar Þóru Jónsdóttur. 

Fylgjast má með skori keppenda með því að SMELLA HÉR: