Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2014 | 21:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Birgir Leifur leiðir á 12 undir pari fyrir lokahring Íslandsmótsins

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, jók forystu sína í dag á Íslandsmótinu í höggleik.

Hann leiðir nú með 12 undir pari, 201 högg (66 68 67).

Birgir Leifur Hafþórsson á 17. braut í dag 26. júlí 2014. Mynd: Golf 1

Birgir Leifur Hafþórsson á 17. braut í dag 26. júlí 2014. Mynd: Golf 1

Eftir gærdaginn þ.e. 2. mótsdag lofaði Birgir Leifur að vera grimmari úti á velli en þá lék hann á þremur höggum undir pari. Í dag lék hann á fjórum höggum undir pari.

Aðspurður hvort hann hafi verið jafn grimmur úti á vellinum og hann hafi lofað sagði Birgir Leifur: „Já, í huganum var ég grimmur. Ég hef oft slegið betur en í dag, þetta var kannski ekkert alveg út úr kú. Ég var alltaf í þokkalegum leik og gerði það sem ég þurfti að gera. Ég skilaði þessu vel í hús, bogey frítt og ætla ekki að kvarta yfir því en slátturinn hefði mátt vera betri.“

Aðspurður hvernig Birgir Leifur undirbúi sig fyrir lokadag á svona stórmóti sagði hann: „Þetta er bara eins og hver annar dagurinn. Ég verð í faðmi fjölskyldunnar og skipti kannski um eina eða tvær kúkableiur. Þetta er bara basic, en ég bíð spenntur eftir deginum.“

Birgir Leifur hefur nokkuð örugga sjö högga forystu en hann er samanlagt á tólf höggum undir pari. Þrátt fyrir forystuna segir hann að sigurinn sé ekki í höfn. „Við fengum hring upp á sjö högg undir pari í dag svo ég verð að vera á tánum. Ég tek bara eitt högg í einu – bara sama gamla lumman. Það er voða lítið annað sem maður getur gert en að taka eitt högg í einu.“

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1

Í 2. sæti 7 höggum á eftir Birgi Leif á samtals 5 undir pari, eru þeir Axel Bóasson, GK, sem í dag jafnaði vallarmet Birgis Leifs af hvítum teigum þegar hann kom í hús á glæsilegum 64 höggum og Þórður Rafn Gissurarson, GR.

Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1

Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1

Staðan í karlaflokki eftir 3. dag Íslandsmótsins í höggleik er eftirfarandi: 

1 Birgir Leifur Hafþórsson GKG -3 F 35 32 67 -4 66 68 67 201 -12
2 Axel Bóasson GK -2 F 32 32 64 -7 73 71 64 208 -5
3 Þórður Rafn Gissurarson GR 0 F 34 34 68 -3 71 69 68 208 -5
4 Bjarki Pétursson GB 1 F 34 32 66 -5 72 72 66 210 -3
5 Sigmundur Einar Másson GKG 2 F 37 35 72 1 71 67 72 210 -3
6 Kristján Þór Einarsson GKJ -1 F 33 36 69 -2 73 69 69 211 -2
7 Ólafur Björn Loftsson NK -1 F 35 33 68 -3 73 71 68 212 -1
8 Aron Snær Júlíusson GKG 2 F 34 35 69 -2 72 72 69 213 0
9 Gísli Sveinbergsson GK 0 F 35 37 72 1 68 73 72 213 0
10 Andri Þór Björnsson GR 0 F 36 33 69 -2 73 72 69 214 1
11 Hlynur Geir Hjartarson GOS 1 F 37 30 67 -4 79 71 67 217 4
12 Rúnar Arnórsson GK 1 F 33 35 68 -3 74 75 68 217 4
13 Emil Þór Ragnarsson GKG 2 F 35 35 70 -1 74 73 70 217 4
14 Haraldur Franklín Magnús GR -1 F 35 38 73 2 74 71 73 218 5
15 Ragnar Már Garðarsson GKG -1 F 34 36 70 -1 74 75 70 219 6
16 Hrafn Guðlaugsson GSE 2 F 35 37 72 1 75 72 72 219 6
17 Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 1 F 39 37 76 5 72 72 76 220 7
18 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR -2 F 34 36 70 -1 80 71 70 221 8
19 Stefán Már Stefánsson GR 2 F 37 36 73 2 76 72 73 221 8
20 Stefán Þór Bogason GR 2 F 37 39 76 5 75 70 76 221 8
21 Árni Freyr Hallgrímsson GR 5 F 37 36 73 2 75 75 73 223 10
22 Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 1 F 40 34 74 3 74 75 74 223 10
23 Eggert Kristján Kristmundsson GR 7 F 37 37 74 3 74 75 74 223 10
24 Hlynur Bergsson GKG 6 F 38 37 75 4 74 74 75 223 10
25 Arnar Snær Hákonarson GR 2 F 35 41 76 5 75 72 76 223 10
26 Guðjón Henning Hilmarsson GKG 2 F 35 37 72 1 75 77 72 224 11
27 Ólafur Hreinn Jóhannesson GSE 4 F 37 36 73 2 75 76 73 224 11
28 Birgir Guðjónsson GR 3 F 36 38 74 3 75 75 74 224 11
29 Benedikt Sveinsson GK 4 F 41 40 81 10 72 71 81 224 11
30 Rafn Stefán Rafnsson GB 3 F 37 37 74 3 77 74 74 225 12
31 Andri Már Óskarsson GHR 2 F 35 40 75 4 77 73 75 225 12
32 Arnór Snær Guðmundsson GHD 4 F 38 39 77 6 74 74 77 225 12
33 Haraldur Hilmar Heimisson GR 1 F 38 37 75 4 79 72 75 226 13
34 Oddur Óli Jónasson NK 3 F 37 38 75 4 74 77 75 226 13
35 Heiðar Davíð Bragason GHD 1 F 37 39 76 5 75 75 76 226 13
36 Björn Óskar Guðjónsson GKJ 5 F 36 40 76 5 77 73 76 226 13
37 Helgi Anton Eiríksson GSE 5 F 37 39 76 5 74 77 76 227 14
38 Davíð Gunnlaugsson GKJ 3 F 38 38 76 5 75 77 76 228 15
39 Ari Magnússon GKG 5 F 36 40 76 5 77 75 76 228 15
40 Theodór Emil Karlsson GKJ 3 F 37 38 75 4 81 73 75 229 16
41 Haukur Már Ólafsson GKG 3 F 39 39 78 7 74 77 78 229 16
42 Sigurþór Jónsson GB 3 F 41 40 81 10 75 73 81 229 16
43 Daníel Hilmarsson GKG 6 F 37 34 71 0 83 76 71 230 17
44 Aron Bjarki Bergsson GKG 6 F 39 35 74 3 81 75 74 230 17
45 Hákon Harðarson GR 6 F 37 37 74 3 79 77 74 230 17
46 Pétur Freyr Pétursson GKB 4 F 37 39 76 5 82 72 76 230 17
47 Kristinn Arnar Ormsson NK 8 F 34 38 72 1 77 82 72 231 18
48 Andri Páll Ásgeirsson GOS 6 F 38 37 75 4 79 77 75 231 18
49 Sigurbjörn Þorgeirsson 3 F 39 36 75 4 81 75 75 231 18
50 Kristinn Reyr Sigurðsson GR 7 F 41 36 77 6 77 77 77 231 18
51 Gísli Þór Þórðarson GR 4 F 37 40 77 6 78 76 77 231 18
52 Jón Hilmar Kristjánsson GKJ 7 F 37 38 75 4 82 75 75 232 19
53 Guðmundur Örn Árnason NK 5 F 36 41 77 6 80 75 77 232 19
54 Kristinn Gústaf Bjarnason GSE 2 F 41 36 77 6 81 75 77 233 20
55 Bjarki Freyr Júlíusson GKG 7 F 40 37 77 6 83 73 77 233 20
56 Ernir Sigmundsson GR 6 F 40 40 80 9 78 76 80 234 21
57 Tumi Hrafn Kúld GA 6 F 42 43 85 14 79 71 85 235 22
58 Patrekur Nordquist Ragnarsson GR 5 F 39 38 77 6 79 80 77 236 23
59 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 3 F 38 40 78 7 84 74 78 236 23
60 Ævarr Freyr Birgisson GA 5 F 43 39 82 11 75 79 82 236 23
61 Magnús Magnússon GKG 8 F 37 41 78 7 77 82 78 237 24
62 Gunnar Smári Þorsteinsson GR 7 F 39 40 79 8 80 78 79 237 24
63 Jón Karlsson GHG 4 F 42 38 80 9 76 81 80 237 24
64 Björgvin Þorsteinsson GA 6 F 44 39 83 12 76 78 83 237 24
65 Kristján Benedikt Sveinsson GA 6 F 38 40 78 7 83 77 78 238 25
66 Hákon Örn Magnússon GR 7 F 37 42 79 8 78 81 79 238 25
67 Arnar Freyr Jónsson GN 5 F 42 41 83 12 81 75 83 239 26
68 Guðmundur Arason GR 6 F 39 47 86 15 80 73 86 239 26
69 Jóhannes Guðmundsson GR 9 F 42 39 81 10 83 76 81 240 27
70 Samúel Gunnarsson 6 F 40 41 81 10 79 81 81 241 28
71 Einar Snær Ásbjörnsson GR 6 F 44 43 87 16 75 80 87 242 29
72 Ottó Axel Bjartmarz GO 6 F 43 43 86 15 82 78 86 246 33
73 Jóhann Sigurðsson GR 7 F 47 41 88 17 81 78 88 247 34
74 Bergur Dan Gunnarsson GKG 13 F 44 49 93 22 80 77 93 250 37