Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 18:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Ólafía Þórunn og Birgir Leifur Íslandsmeistarar í höggleik 2014

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Birgir Leifur Hafþórsson eru Íslandsmeistarar í höggleik 2014. Þetta er í 2. sinn að Ólafía Þórunn verður Íslandsmeistari í höggleik, en hún lenti í 3 kvenna bráðabana í fyrra, þar sem Sunna Víðisdóttir stóð upp úr sem sigurvegari.  Í fyrra, 2013 varð Ólafía Þórunn hins vegar Íslandsmeistari í holukeppni. Þegar Ólafía Þórunn varð Íslandsmeistari kvenna í höggleik 2011 – varð Axel Bóasson Íslandsmeistari í karlaflokki. Birgir Leifur Hafþórsson hefir með sigrinum í dag orðið 6 sinnum Íslandsmeistari í höggleik, þar af tvisvar tvö ár í röð (1996, 2003 2004, 2010, 2013 og 2014). Í fyrsta skipti, 1996 (fyrir 18 árum) sem Birgir Leifur varð Íslandsmeistari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Birgir Leifur varði Íslandsmeistaratitilinn – Úrslit

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð nú í þessu Íslandsmeistari í höggleik 2. árið í röð, en honum tókst að verja titil sinn frá því í fyrra og það á glæsilegan hátt 10 undir pari, 274 högg (66 68 67 73). Á lokahringnum í dag átti Birgir Leifur glæsilega syrpu á 12.-14. braut þar sem hann fékk 3 fugla í röð. Birgir Leifur lék lokahringinn á 2 yfir pari, fékk sem segir  3 fugla og 5 skolla. Með Íslandsmeistarartitlinum 2014 hefir Birgir Leifur jafnað met Björgvins Þorsteinssonar, GA og Úlfars Jónssonar, GKG hvað varðar fjölda Íslandsmeistaratitla en þeir 3 hafa oftast orðið Íslandsmeistarar í höggleik, eða 6 sinnum, hver. Í 2. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 16:45

Evrópumótaröðin: David Horsey sigraði í Rússlandi

David Horsey bar sigur úr býtum í M2Russian Open á Jack Nicklaus hannaðað Tsleevo golfvellinum rétt fyrir utan Moskvu í dag. Sigurskor Horsey var 13 undir pari, líkt og hjá Íranum Damien McGrane og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Þar vann Horsey með pari, meðan McGrane fékk skolla. Aðeins 1 höggi á eftir, á 12 undir pari, varð Scott Jamieson, en hann varð einn í 3. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á M2Russian Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 16:25

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki – Úrslit

Ólafía Þórunn Kristínsdóttir, GR, endurtók leikinn frá 2011 þegar hún varð í fysta sinn Íslandsmeistari í höggleik. Þetta er í 2. sinn sem Ólafía Þórunn verður Íslandsmeistari í höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Sigurskorið  hjá Ólafíu Þórunni var 10 yfir pari, 294 högg (76 70 74 74). Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, varð í 2. sæti á samtals 13 yfir pari, 297 höggum, en þetta er 2. árið í röð sem Guðrún Brá er í 2. sæti á Íslandsmótinu í höggeik; en Guðrún Brá fór  s.s. mörgum er í fersku minni í bráðabana við Sunnu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Í 3. sæti varð Íslandsmeistarinn í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL á 18 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Björg Klausen —— 27. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Björg Klausen. Björg fæddist 27. júlí 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Björg Klausen · (60 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jordan Spieth, 27. júlí 1993 (21 árs)  …. og ….. Örn Guðmundsson (62 ára)    Kristján Gíslason Erla Björk Hjartardóttir (43 ára) Arnar Snær Jóhannsson (23 ára) Ólöf Jónsdóttir (44 ára) Golfklúbburinn Vestarr (19 ára)   Stefán Fannar Sigurjónsson · (42 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 15:45

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Íslandsmeistaratitillinn svo til í höfn hjá Ólafíu Þórunni

Spennan í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik er nú í hámarki, en þegar aðeins á eftir að spila 3 holur er einungis 1 höggs munur á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Nú rétt í þessu voru Ólafía og Guðrún Brá að ljúka við að spila par-5 16. holuna og virðist sigurinn blasa við Ólafíu Þórunni. Ólafía Þórunn fékk par á holuna en Guðrún Brá skramba, 7 högg, og því er munurinn milli þeirra 3 högg, Ólafíu Þórunni í vil þegar eftir er að spila 2 holur. Fylgjast má með þessum spennandi tveimur lokaholum í kvennaflokknum með því að SMELLA HÉR:    

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 14:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Hvað skyldi hafa verið í teiggjöf á Íslandsmótinu í höggleik?

Í öllum betri golfmótum eru gefnar teiggjafir. Spurningin vaknar hvað bestu kylfingar okkar á Eimskipsmótaröðinni hafi fengið í teiggjöf, ef eitthvað? Svarið er boltamerkingar merki þ.e merki frá Golfdotz, sem hægt er að merkja bolta sína með. Einskonar boltatattú… og hægt að velja um ótal myndir t.d. ying og yang, höfuðkúpur, smiley, íslenska fánann, sporðdrekann o.fl. o.fl. Það er Einar Bjarni Jónsson hjá netgolfvörur sem flytur merkin inn en hægt er að panta golfdotz hjá honum í panta@netgolfvorur.is.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 13:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Hver verður nr. 1?

Hver verður nr. 1?  Það er stóra spurningin á Íslandmótinu í höggleik þessa stundina. Litli guttinn á myndinni, sem er meðal yngstu áhorfenda á Íslandsmótinu,  Kristján Leó Alfreðsson var ekki í nokkrum vandræðum með að svara spurningunni hver væri bestur. Það væri sko pabbi….. Alfreð Brynjar Kristinsson  og í kvennaflokki, ekki spurning,  frænka hans, sú sem hélt á honum stuttu áður…. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 07:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Ragnar Már fékk ás!

Ragnar Már Garðarsson, GKG fékk sinn fyrsta ás á par-3 4. braut Leirdalsvallar og það á 3. hring Íslandsmótsins í höggleik. Ekki amalegt að fara holu í höggi í fyrsta sinn  á Íslandsmóti! Fjórða braut Leirdalsvallar er 125 m og við höggið notaði Ragnar Már 9-járn. Golf 1 óskar Ragnari Má innilega til hamingju með draumahöggið!  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2014 | 23:15

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Fullt út úr dyrum á spjallfundi

Fullt var út úr dyrum í hvíta tjaldinu fyrir framan golfskála GKG eftir 3. hring Íslandsmótsins í höggleik og komust færri að en vildu. Kylfingarnir Þórður Rafn Gissurarson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR sátu fyrir svörum þ.e. tóku við spurningum fundargesta um Íslandsmótið, hringinn sem spilaður var eða hvaðeina sem laut að golfi. Annar spjallfundur verður haldinn eftir lokahringinn á morgun í hvíta tjaldinu.