Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2014 | 21:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Ólafía Þórunn leiðir fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki

Það er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sem leiðir fyrir lokahring Íslandsmótsins í höggleik.

Ólafía Þórunn er á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (76 70 74).  Í dag lék Ólafía Þórunn á 2 yfir pari, spilaði jafnt og stöðugt golf nema hvað um miðbikið þ.e. á 10. holu fékk hún skramba og síðan tvo skolla í röð á 11. og 12. holum.  Hún náði sér þó aftur á strik á 14. braut þar sem Ólafía fékk fugl.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR á 17. braut í dag 26. júlí 2014 . Mynd: Golf 1

Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir Ólafíu Þórunni er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.  Hún hefir leikið á samtals 9 yfir pari, 222 höggum (75 73 74).

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1

Í 3. sæti er síðan Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, á samtals 10 yfir pari, 223 höggum (77 70 76).

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Sjá má stöðuna fyrir lokahringinn í kvennaflokki á Íalandsmótinu í höggleik hér að neðan:

1 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 2 F 37 37 74 3 76 70 74 220 7
2 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 2 F 38 36 74 3 75 73 74 222 9
3 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 2 F 36 40 76 5 77 70 76 223 10
4 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 6 F 40 40 80 9 75 71 80 226 13
5 Karen Guðnadóttir GS 5 F 37 38 75 4 77 76 75 228 15
6 Anna Sólveig Snorradóttir GK 7 F 33 38 71 0 81 80 71 232 19
7 Signý Arnórsdóttir GK 4 F 39 36 75 4 82 75 75 232 19
8 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 6 F 36 41 77 6 78 77 77 232 19
9 Sunna Víðisdóttir GR 3 F 39 36 75 4 80 78 75 233 20
10 Þórdís Geirsdóttir GK 6 F 40 35 75 4 79 80 75 234 21
11 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 8 F 40 36 76 5 83 81 76 240 27
12 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 10 F 36 41 77 6 85 78 77 240 27
13 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 9 F 36 41 77 6 79 84 77 240 27
14 Ingunn Einarsdóttir GKG 9 F 38 39 77 6 82 82 77 241 28
15 Halla Björk Ragnarsdóttir GR 8 F 40 40 80 9 82 79 80 241 28
16 Helga Kristín Einarsdóttir NK 8 F 39 42 81 10 81 79 81 241 28
17 Berglind Björnsdóttir GR 4 F 40 40 80 9 83 80 80 243 30
18 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA 12 F 43 39 82 11 76 88 82 246 33