Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 07:00

GKV: Anna Huld og Þráinn klúbbmeistarar 2014

Meistaramót Golfklúbbsins Vík (GKV) fór fram 26.-27. júlí 2014. Þátttakendur í ár voru 10. Klúbbmeistarar GKV eru Anna Huld Óskarsdóttir og Þráinn Sigurðsson. Sjá má úrslit úr meistaramóti GKV 2014 hér að neðan: 1 Þráinn Sigurðsson GKV 9 F 43 44 87 15 88 87 175 31 2 Björgvin Jóhannesson GKV 13 F 42 48 90 18 111 90 201 57 3 Ingvar Helgi Ómarsson GKV 24 F 55 47 102 30 104 102 206 62 4 Guðni Einarsson GKV 18 F 54 54 108 36 98 108 206 62 5 Pálmi Rúnar Sveinsson GKV 16 F 50 50 100 28 108 100 208 64 6 Pálmi Kristjánsson GKV 16 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 22:30

Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar hefir verið í gangi  greinarflokkur hér á  Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“  Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefur síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína, enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið. Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 21:00

Fannar Ingi stóð sig best af íslensku þátttakendunum og lauk leik í 13. sæti á European Young Masters

Dagana 24.-26. júlí fór fram European Young Masters mótið í Golf Club Hamburg. Þátttakendur frá Íslandi voru 4: Fannar Ingi Steingrímsson, GHG; Henning Darri Þórðarson, GK; Saga Traustadóttir, GR og Ólöf María Einarsdóttir, GHD. Fannar Ingi stóð sig best af íslensku þátttakendunum varð í 13. sæti á samtals 6 yfir pari. Henning Darri varð í 23. sæti á 12 yfir pari  og Saga og Ólöf María í 39. sæti á samtals 23 yfir pari, hvor. Lokastöðuna hjá stúlkunum má sjá með því að SMELLA HÉR:  Lokastöðuna  hjá piltum má sjá með því að  SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Hilmarsson – 28. júlí 2014

Það er Hinrik Hilmarsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hinrik er fæddur 28. júlí 1958 og á því 56 ára afmæli í dag!  Hinrik er flestum kunnugur sem dómari á golfvellinum, en einnig er Hilmar í Golfklúbbi Reykjavíkur.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Hinrik Hilmarsson (56 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Árný Lilja Árnadóttir, 28. júlí 1970 (44 ára);  Steven Craig Alker, 28. júlí 1971 (43 ára);  Amy Yang, 28. júlí 1989 (25 ára); Moriya Jatanugarn, 28. júlí 1994 (20 ára stórafmæli)   ….. og …… Þórdís Lilja Árnadóttir (41 árs)   Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 14:00

GR: Árni Bjarnason GK og Sigurður Gestsson GR sigruðu á Opna GR/Heineken 2014

Opna GR/ Heineken mótið fór fram á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur um helgina. Fyrri dagurinn var leikinn á Grafarholtsvelli í blíðskapa veðri. Seinni hringur var leikinn á Korpúlfsstaðvelli. Góð þátttaka var að venju í þessu árlega móti GR. Alls tóku 152 kylfingar þátt í mótinu að þessu sinni. Leikfyrirkomulag mótsins var Betri bolti, tveir saman í liði.  Sigurvegarar í ár voru þeir Árni Bjarnason GK og Sigurður Gestsson GR. Þeir félagar skiluðu í hús 92 punktum á þeim tveimur hringjum sem leiknir voru. Glæsilega gert hjá þeim félögum. Að loknum seinni leikdegi var haldin verðlaunaafhending á Korpúlfsstöðum. Verðlaunaafhendingin fór þannig fram að allir vinningar mótsins voru á verðlaunaborði. Það lið sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 12:00

GS: Birkir Orri Viðarsson og Sigurður Þorkelsson með ása!!!

Það er skammt stórra ása á milli í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Þann 14. júlí s.l. fór Sigurður Þorkelsson, GS holu í höggi. Síðan gerðist það s.l. föstudag að Birkir Orri Viðarsson, 13 ára afrekskylfingur í GS var að æfa sig af hvítum teigum og hvað gerist strákurinn fer holu í höggi!!! Glæsilegt!!! Golf 1 óskar þeim Sigurði og Birki Orra innilega til hamingju með draumahöggin!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 10:00

LET: Julie Greciet sigraði á Sberbank Golf Masters

Það var franska stúlkan Julie Greciet sem sigraði á Sberbank Golf Masters. Greciet sigraði á skori upp á 17 undir pari, 196 höggum (66 64 66). Í 2. sæti varð Lee-Anne Pace tveimur höggum á eftir Greciet og í 3. sæti varð Amy Boulden frá Wales. Fjórða sætinu deildu síðan Nikki Garrett frá Ástralíu frönsku stúlkurnar Anne Lise Caudal og Sophie Giquel-Bettan á 12 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á Sberbank Golf Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 08:30

Champion Tour: Langer sigraði á Senior Open Championship – átti 13 högg á Monty!!!

Það var Bernhard Langer 56 ára sem stóð uppi sem sigurvegari á Senior Open Championship í gær, en mótið fór fram á Royal Porthcawl golfvellinum í Wales. Langer lék samtals á 18 undir pari, 266 höggum (65 66 68 67) og átti í lokinn 13 högg á Colin Montgomerie (Monty) sem varð í 2. sæti á samtals 5 undir pari, 279 höggum (72 66 72 69). Yfirburðasigur hjá Langer!!!  Hann virtist hreinlega í allt öðrum klassa en allir hinir í mótinu og þessi 13 högga munur á 1. og 2. sæti er auðvitað met! Það er jafnvel farið að tala um að Langer ætti að fá sæti í Ryder Cup liði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2014 | 08:00

PGA: Tim Clark sigraði á RBC Canadian Open

Það var Suður-Afríkumaðurinn Tim Clark sem sigraði á RBC Canadian Open. Sigurskor Clark var 17 undir pari, 263 högg (67 67 64 65). Tim Clark er fæddur 17. desember 1975 og því 38 ára. Þetta er 2. sigur hans á PGA Tour en hann var s.s. mörgum er í fersku minni Players Championship 2010. Í 2. sæti varð  Jim Furyk aðeins 1 höggi á eftir,á 16 undir pari, 264 höggum,  en hann var að reyna að sigra í mótinu í 3. sinn. Í 3. sæti varð síðan Bandaríkjamaðurinn Justin Hicks á samtals 13 undir pari og 4. sætinu deildu Gonzo, Matt Kuchar og Michael Putnam á samtals 11 undir pari. Lesa meira