Ólafía Þórunn og Birgir Leifur, Íslandsmeistarar í höggleik 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 18:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Ólafía Þórunn og Birgir Leifur Íslandsmeistarar í höggleik 2014

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Birgir Leifur Hafþórsson eru Íslandsmeistarar í höggleik 2014.

Þetta er í 2. sinn að Ólafía Þórunn verður Íslandsmeistari í höggleik, en hún lenti í 3 kvenna bráðabana í fyrra, þar sem Sunna Víðisdóttir stóð upp úr sem sigurvegari.  Í fyrra, 2013 varð Ólafía Þórunn hins vegar Íslandsmeistari í holukeppni.

Þegar Ólafía Þórunn varð Íslandsmeistari kvenna í höggleik 2011 – varð Axel Bóasson Íslandsmeistari í karlaflokki.

Birgir Leifur Hafþórsson hefir með sigrinum í dag orðið 6 sinnum Íslandsmeistari í höggleik, þar af tvisvar tvö ár í röð (1996, 2003 2004, 2010, 2013 og 2014).

Í fyrsta skipti, 1996 (fyrir 18 árum) sem Birgir Leifur varð Íslandsmeistari í höggleik varð Karen Sævarsdóttir, Íslandsmeistari kvenna.  Árið 2003 varð Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Íslandsmeistari kvenna og árið á eftir Ólöf María Jónsdóttir, GK, en þær báðar tóku þátt í Íslandsmótinu í  ár; Ragnhildur varð í 6.-7. sæti í kvennaflokki og Ólöf María var kylfuberi Gauta Grétarssonar, NK.  Árið 2010 varð Tinna Jóhannsdóttir GK, Íslandsmeistari kvenna á sama tíma og Birgir Leifur, en hún dró fyrir frænda sinn Axel Bóasson, sem var í lokaráshópnum með Birgi Leif í dag.  Í fyrra varð síðan Sunna Víðisdóttir, GR, Íslandsmeistari ásamt Birgi Leif.