Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 14:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Hvað skyldi hafa verið í teiggjöf á Íslandsmótinu í höggleik?

Í öllum betri golfmótum eru gefnar teiggjafir.

Spurningin vaknar hvað bestu kylfingar okkar á Eimskipsmótaröðinni hafi fengið í teiggjöf, ef eitthvað?

Svarið er boltamerkingar merki þ.e merki frá Golfdotz, sem hægt er að merkja bolta sína með.

Einskonar boltatattú… og hægt að velja um ótal myndir t.d. ying og yang, höfuðkúpur, smiley, íslenska fánann, sporðdrekann o.fl. o.fl.

Það er Einar Bjarni Jónsson hjá netgolfvörur sem flytur merkin inn en hægt er að panta golfdotz hjá honum í panta@netgolfvorur.is.

Golfdotz

Golfdotz