Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2014 | 18:00

Málaferli Rory við Horizon gætu kostað hann 4.8 milljarða ísl. króna

Eftir minna en 3 mánuði mun Rory McIlroy standa í vitnastúkunni í írskum rétti og bera vitni í máli sem hann höfðaði 2013 gegn fyrrum umboðsskrifstofu sinni, Horizon Sports Management. McIlroy höfðaði mál gegn Horizon og forsvarsmanni skrifstofunnar Conor Ridge, sem og nokkra aðra aðila þar sem hann sagði saming sinn við skrifstofuna ósanngjarna, þ.á.m. telur Rory þóknunina sem skrifstofan reiknaði sér of háa sérstaklega í samanburði við vin sinn og landa Graeme McDowell. Jafnvel þó Rory hafi skrifað undir framlengingu samningsins snemma árs 2013, þá sleit hann öllum samskiptum við skrifstofuna nokkrum mánuðum síðar og stofnaði eigin umboðsskrifstofu Rory McIlroy Inc. Horizon hefir lagt fram gagnstefnu. Það sem hefir lekið út Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2014 | 17:35

Evróputúrinn: Rory og Lowry efstir í Dubai – Hápunktar 1. dags

Það eru þeir Rory McIlroy frá N-Írlandi og Shane Lowry frá Írlandi sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag á DP World Tour Championship. Báðir léku þeir í dag á 6 undir pari, 66 höggum á Jumeirah Golf Estate í Dubaí. Daninn Thorbjörn Olesen og Skotinn Richie Ramsay deila 3. sætinu, en báðir léku á 5 undir pari, 67 höggum, hvor. Henrik Stenson og Argentínumaðurinn Emiliano Grillo deila síðan 5. sætinu en þeir léku báðir á 6 undir pari, 68 höggum, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Dubaí SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags í Dubaí SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2014 | 17:30

LPGA: CME Group Tour Championship hófst í dag

Í dag hófst í Naples, Flórída CME Group Tour Championship. Allir helstu kvenkylfingar taka þátt. Eftir 13 leiknar holur er þýski kylfingurinn Sandra Gal í efsta sæti ásamt 6 öðrum. Til þess að fylgjast með stöðunni á CME Group Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rahman Siddikur – 20. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Mohammad Rahman Siddikur (á bengölsku: মোহাম্মদ সিদ্দিকুর রহমান). Siddikur er fæddur 20. nóvember 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Siddikur er frá Bangladesh og er oft nefndur Tiger Woods frá Bangladesh. Siddikur spilar á Asíutúrnum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Bobby Locke, f. 20. nóvember 1917 – d. 9. mars 1987; Don January, 20. nóvember 1929 (85 ára);  Ásta Guðríður Guðmundsdóttir, 20. nóvember 1972 (42 ára); Thidapa Suwannapura.  20. nóvember 1992 (22 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2014 | 12:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Blayne Barber (36/50)

Blayne Barber var nr. 16 af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Blayne Barber fæddist 25. desember 1989 í Tallahassee, Flórída og er því 25 ára (líkt og Rory McIlroy og Rickie Fowler). Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði  University of Central Florida (USF) og Auburn University. Í UCF var Barber All-American nýliða ár sitt. Eftir að Barber flutti sig um set í  Auburn háskóla varð Barber  three-time All-American og vann einstaklingskeppni í einu móti.  Hann sigraði einnig í Florida State Amateur árið 2009 og spilaði í 2011 og 2012 Palmer Cup og árið 2011 í Walker Cup. Barber gerðist atvinnumaður í golfi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2014 | 10:45

Afleit byrjun hjá Adam Scott í Australian Masters – Staðan e. 1. dag

Að Adam Scott skyldi sakna Steve Williams er ljóst en að hann skuli sakna hans svona mikið var e.t.v. engum ljóst fyrr en í morgun þegar fram fór 1. hringur á Australian Masters, þar sem Scott á titil að verja. Í fyrra, þegar Scott vann, var Willams enn á pokanum hjá honum. Nú er það fyrrum kylfusveinn Vijay Singh, David Clark og árangurinn hjá Adam í mótinu eftir 1. hring er 1 yfir pari, 73 högg, sem skilar nr. 2 á heimslistanum í 51. sætið. Það getur ekki verið niðurstaða sem Scott er ánægður með! Fjórir deila 1. sætinu eftir 1. dag  – allir á 5 undir pari, 67 höggum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2014 | 09:00

Platviðtal Golf Digest og svar Tiger Woods

Dan Jenkins, 84 ára, golffréttamaður til á 6. tug ára á Golf Digest hefir aldrei á ferli sínum fengið einkaviðtal við Tiger Woods. Hann tók því upp á því að skálda viðtal við goðsögnina þar sem hann lagði spurningar sínar fyrir goðið og svaraði jafnframt fyrir Tiger hönd s.s. hann taldi að viðtalið myndi þróast. Viðtal sitt nefndi Jenkins: My (fake) interview with Tiger.  Sjá viðtalið með því að SMELLA HÉR: Tiger hefir brugðast ókvæða við, m.a. sagt að viðtalið sé árás á karakter sinn. Meinlaust grín og/eða viðkvæmnisleg viðbrögð Tiger? Tiger svaraði með grein í „The Players Tribune“ þar sem hann sagði m.a.: „Sannleikurinn er sá að Jenkins hefir ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Fylgist með DP World Tour Championship

Glæsilegt lokamót Evrópumótaraðarinnar, DP World Tour Championship, hófst í dag í Dubaí.  Leikið er á Jumeirah Golf Estates í Dubaí. Allir helstu kylfingar Evrópu eru með og nægir þar að nefna nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, en einnig Henrik Stenson, Ian Poulter, Martin Kaymer, Lee Westwood o.fl., o.fl. Nú snemma dags er það danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen sem tekið hefir forystu.  Hann er kominn í 6 undir pari, eftir 10 holur – búinn að fá 6 fugla.  Vonandi að hann haldi út!!! Til þess að fylgjast með  DP World Tour Championship á skortöflu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2014 | 18:00

GB: Afmælismót Geira bakara 22. nóvember n.k.

Geiri bakari verður sextugur mánudaginn 24. nóvember n.k. Hátiðarhöldin hefjast samt á laugardaginn  og hvað er betra en að mæta fyrst á flottan Hamarsvöll og leika golf í góðu veðri (skv. spá) inn á sumarflatir? Mótið hefst kl. 12.00 og verður ræst út af öllum teigum. Leikskipulag verður ákveðið korter fyrir tólf 🙂 Nú er um að gera að fjölmenna á flott afmælismót hjá Geira bakara!!! Golf 1 óskar Geira innilega til hamingju með stórafmælið á mánudaginn n.k.!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2014 | 17:45

Dustin Johnson seldi Flórída heimili sitt fyrir $ 5.2 milljónir – snýr aftur til keppni snemma í febrúar 2015

Það fækkar einum kylfingnum sem lifir útúrsnúningi úr „hipp life“ þ.e. „JupLife“ niðri í Suður-Flórída (Jup Life er stytting yfir lífstíl þeirra, sem búa í Jupiter, Flórída og eru nægilega ríkir til að geta spilað golf öllum tímum). Skv.  L.A. Times seldi PGA Tour kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) heimili sitt í Jupiter, Flórída, fyrir $5.2 milljónir. Húsið var byggt árið 2007 og er 7,860 ferfeta með 6 svefnherbergjum og 8 baðherbergjum – og auðvitað því sem fylgir „Jup Life“ þ.e. púttflöt, sundlaug og einkahöfn fyrir snekkju. Sagt er að Johnson hafi keypt eignina á sínum tíma á  $3.7 milljónir. Hann var búinn að setja $6.5 milljónir á hana, en sætti sig við  $5.2 milljónir Lesa meira