Adam Scott í 8. sæti fyrir lokahring Australian Masters
Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott, sem á titil að verja í Australian Masters er nú kominn upp í 8. sætið eftir fremur slaka byrjun á Sandbeltisvellinum, Metropolitan í Melbourne, Ástralíu. Því sæti deilir hann reyndar með 7 öðrum. Scott er nú samtals búinn að spila á 4 undir pari, 212 höggum (73 68 71) og er 4 höggum á eftir forystumanni 3. dags, landa sínum Paul Sprago, en Sprago hefir spilað á samtals 8 undir pari, 208 höggum (70 67 71) Í 2. sæti er Michael Wright á samtals 7 undir pari og þriðja sætinu deila 3 kylfingar: áhugamaðurinn Lucas Herbert, Nick Cullen og James Nitties; allir á samtals 6 Lesa meira
Stefán Már með draumahögg í Arizona
Stefán Már Stefánsson, GR, fór holu í höggi áí We Ko Pa – golfvellinum í Arizona. Ásinn kom á 3. holu, en sú braut er 136 metra. Stefán Már notaði 9-járn við höggið góða. Golf 1 óskar Stefáni Má innilega til hamingju með draumahöggið!!!
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Cyril Bouniol (1/27)
Í gær lauk lokaúrtökumótinu á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni og voru alls 27 „nýir“ strákar sem fengu eða endurnýjuðu keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni. Sá lukkunar pamfíll sem krækti sér í 27. og síðasta kortið var Frakkinn Cyril Bouniol. Cyril Bouniol er fæddur í Laloubère í Frakklandi 11. október 1987 og er því 27 ára. Bouniol er elsti sonur Catherine Bouniol og Jean-Paul. Hann útskrifaðist úr menntaskólanum Lycée Jeanne D’Ane og var hluti af franska unglingalandsliðinu í golfi Hann var meðlimur í Golf de l’Hippodrome, eins og Thomas Fournier (atvinnumaður frá árinu 2005) og Victor Perez, sem stundaði nám í í Albuquerque. Áhugamennskan Bouniol lék í bandaríska háskólagolfinu árin Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birkir Orri Viðarsson – 21. nóvember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Birkir Orri Viðarsson. Birkir Orri er fæddur 21. nóvember 2000 og er því 14 ára í dag! Birkir Orri, sem er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) lék á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar og vakti þar athygli fyrir frábæra spilamennsku sína. Þannig hafnaði hann í 2. sæti í Íslandsmótinu í holukeppni í strákaflokki, sem fram fór á Oddinum og sigraði í 5. móti mótaraðarinnar, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri – lék á samtals 2 yfir pari, 144 höggum (70 74). Af öðrum afrekum Birkis Orra í sumar mætti nefna að hann sló draumahöggið í fyrsta sinn í júlí, þegar hann var að æfa sig af hvítum teigum í Leirunni. Mikið Lesa meira
Evróputúrinn: Stenson efstur í Dubaí e. 2. dag
Sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem a titil að verja á DP WorldTour Championship lék á 6 undir pari, 66 höggum og á 2 högg á næstu menn þegar mótið er hálfnað. Stenson er samtals búinn að spila á 10 undir pari, 134 höggum (68 66) en hann hefir ekki sigrað í neinu móti frá því í Dubaí í fyrra. Stenson spilaði seinni 9 á 4 undir pari og komst þar með yfr. Sjö mismunandi keppendur voru með forystuna á ýmsum tímum á 2. hring. Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy rétt skramblaði í 2 undir par, 70 högga hring á Earth golfvellinum í Jumeirah Golf Estates. Rory, sem var í 1. Lesa meira
Mikko Korhonen fyrsti Finninn til að sigra á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar
Það var Mikko Korhonen sem stóð uppi sem sigurvegari í lokaúrtökumótinu, sem Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson, tók þátt í og er hann fyrsti Finninn í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að sigra á lokamótinu. Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina með því að SMELLA HÉR: Það voru eftirfarandi 27 sem hlutu kortin sín á Evrópumótaröðinni fyrir árið 2015: 1. sæti Mikko Korhonen, Finnland 2. sæti Ricardo Gonzales, Portúgal 3. sæti Renato Paratore, Ítalía 4. sæti Matt Ford, England 5. sæti Adrian Otagui, Spánn 6. sæti John Parry, England 7. sæti Eduardo de la Riva, Spánn 8. sæti Richard McEvoy, England 9. sæti Rikard Karlberg, Svíþjóð 10. sæti Andrew Dodt, Ástralía Lesa meira
Spilaði rassinn úr buxunum
Á heimasíðu Luke Donald mátti lesa eftirfarandi eftir 1. hring DP World Tour Championship í Dubai: „#playedlikeanasstoday“ (Lausleg þýðing: Spilaði eins og hálviti í dag sem hljómar e.t.v. betur svona: Spilaði rassinn úr buxunum í dag)….. því það var einmitt það sem Donald gerði bæði í yfirfærðri og raunverulegri merkingu orðasambandsins! Þ.e. hann bæði spilaði illa og reif buxurnar sínar á versta stað þannig að skein í nærurnar, sem huldu óæðri endann á honum!!! Frekar neyðarlegt!!! Luke Donald lék 1. hring á DP World Tour Championship á heilum 4 yfir pari, 76 högum og er næstsíðastur af 60 manna þátttakendahópnum. Það eru nú orðin 2 ár frá því Donald hefir Lesa meira
Julieta Granada frá Paraguay í efsta sæti CME Group Tour Championship e. 1. dag
Það er e.t.v. svolítið óvænt að það er Julieta Granada frá Paraguay sem er í efsta sæti eftir 1. dag CME Group Tour Championship, sem hófst í gær í Naples, Flórída. Granada lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum fékk 6 fugla á hringnum og skilaði því í hús „hreinu“, glæsilegu skorkorti! Í 2. sæti er þýski kylfingurinn Sandra Gal en hún lék 1. hring á 68 höggum. Þriðja sætinu deila síðan 3 þekktar: sænski Solheim Cup kylfingurinn Caroline Hedwall, Belen Mozo og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Stacy Lewis. Til þess að sjá stöðuna á CME Group Tour Championship eftir 1. dag að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:
Scott bætir stöðu sína á 2. degi Australian Masters
Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott , sem á titil að verja á Australian Masters bætti stöðu sína í gær eftir afleita byrjun og var um 5 högga sveiflu að ræða milli hringja hjá kappanum. Scott er nú samtals búinn að spila á 3 undir pari, 141 höggi (73 68) og er í 12. sæti á mótinu. Það eru heimamenn í efstu 11 sæunum og þeirra efstur eftir 2 keppnisdaga er Michael Wright, sem búinn er að spila á samtals 9 undir pari og í 2. sæti er Paul Sprago á samtals 7 undir pari. Áhugamaðurinn Todd Sinnott er í 3. sæti ásamt þekktari Ástrala Richard Green, en báðir eru Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Jim Herman (37/50)
Jim Herman var nr. 15 af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. James Robert Herman fæddist 5. nóvember 1977 í Cincinnati, Ohio og því 37 ára. Hann spilaði golf í St. Xavier High School og útskrifaðist þaðan 1996. Herman spilaði síðan í bandaríska háskólagolfinu með golfliði the University of Cincinnati. Herman gerðist síðan atvinnumaður í golfi árið 2000. Fyrst spilaði Herman á minni mótaröðum í Bandaríkjunum þ.e. Golden Bear Tour frá árinu 2001 til ársins 2004. Síðan gerðist Herman aðstoðargolfþjálfari í mismunandi golfklúbbum áður en hann komst á Nationwide Tour eftir að verða T-74 í PGA Tour Qualifying Tournament árið 2007. Herman hefir síðan spilað á Lesa meira









