Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2015 | 08:20

LPGA: Inbee Park sigraði á KPMG Women´s PGA Championship risamótinu!!!

Það var Inbee Park frá Suður-Kóreu, sem stóð uppi sem sigurvegari á KPMG Women´s PGA Championship risamótinu!!!

Park lék samtals  á heilum 19 undir pari, 273 höggum (71 68 66 68).

Í 2. sæti varð landa Park, Sei Young Kim, heilum 5 höggum á eftir golfdrottningunni á samtals 14 undir pari.

Bandaríska stjarnan Lexi Thompson varð í 3. sæti á samtals 12 undir pari; landa hennar ástfangna Brittany Lincicome var í 4. sæti á samtals 11 undir pari og enn önnur bandarísk Morgan Pressel deildi 5. sætinu með kanadíska nýstirninu Brooke Henderson.

Til þess að sjá lokastöðuna á KPMG Women´s PGA Championship risamótinu SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má hápunkta lokahringsins á risamótinu með því að SMELLA HÉR: