Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2015 | 13:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (4): Íslandsmótið í holukeppni stendur sem hæst

Íslandsmótið í holukeppni stendur sem hæst núna í blíðviðrinu á Akureyri.

Aðstæður á Jaðarsvelli eru frábærar og veðrið leikur eins og segir við keppendur og gesti.

Lokaumferðin í riðlakeppninni fór fram fyrir hádegi í dag og þá skýrðist hvaða kylfingar komast í átta manna úrslit í karla – og kvennaflokki.

Það eru eftirfarandi kylfingar:

Karlaflokkur

Kristján Þór Einarsson, GM mætir Benedikt Sveinssyni, GK

Theódór Emil Karlsson, GM mætir Daníel Hilmarssyni, GKG

Stefán Már Stefánsson, GR mætir Eyþóri Hrafnari Ketilssyni, GA

Axel Bóasson, GK mætir Sigurþóri Jónssyni, GK

Kvennaflokkur

Heiða Guðnadóttir GM og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR sitja hjá og eru automatískt komnar í 4 manna úrslit

Helga Kristín Einarsdóttir, NK mætir Signý Arnórsdóttur, GK

Berglind Björnsdóttir, GR mætir Önnu Sólveigu Snorradóttur, Gk.