Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2015 | 03:00

US Open 2015: DJ, Day, Spieth og Grace efstir og jafnir f. lokahringinn

Það eru 4 sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring Opna bandaríska: Dustin Johnson (DJ); Jason Day, Jordan Spieth og Branden Grace.

Allir eru þeir búnir að spila á 4 undir pari 206 höggum; DJ (65 71 70); Day (68 70 68); Spieth (68 67 71) og Grace (69 67 70).

Nokkuð gott a.m.k. hjá Day en þetta er búið að vera erfitt mót hjá honum þar sem m.a. leið yfir hann eftir 2. hring – sjá m.a með því að SMELLA HÉR: 

Ljóst er að mótið er að taka mikið úr mönnum, en Chambers Bay er gríðarlega erfiður völlur s.s. áður er komið fram.

Framangreindir 4 hafa 3 högga forystu á annan 4 manna hóp kylfinga, sem deilir 5. sætinu; þ.e. þá Louis Oosthuizen, Cameron Smith, Shane Lowry og JB Holmes, sem allir hafa leikið á 1 undir pari, hver.

Það verður því að telja líklegt á þessari stundu að sigurvegari Opna bandaríska verði úr hópi ofangreindra 8, en spennandi verður að fylgjast með hver þeirra hampar titlinum í kvöld!!!

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR: