Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2015 | 06:45

PGA: Bubba sigraði á Travelers

Það var bandaríski kylfingurinn Bubba Watson, sem er Masters meistari 2012 og 2014, sem stóð uppi sem sigurvegari á Travelers Championship á TPC River Highlands í Cromwell Conneticut. Bubba lék á samtals 16 undir pari líkt og enski kylfingurinn Paul Casey og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Par-4 18. holan var spiluð tvívegis – það dugði því Bubba vann í 2. sinn sem holan var spiluð með fugli. Í 3. sæti var forystumaður 3. dags Brian Harman á 15 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Travelers SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahrings Travelers SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2015 | 20:00

Rory stefnir á risatitil

Eftir að Jordan Spieth sigraði á Opna bandaríska er Rory að tala í sig sigur á Opna breska. Og áhangendur hafa ekki heyrt slíkt tal frá því að Jack Nicklaus og Tom Watson voru að keppast í næstum hverri viku á hátindi ferla þeirra eða þegar Nick Faldo og Seve Ballesteros voru að keppast um risatitlana. Tiger var á toppnum í 15 ár en nú eru það Rory og Jordan Spieth sem eru risatitilshafar og sem stendur er Rory undir eftir að Spieth vann bæði Masters og Opna bandaríska í ár.  Spieth hefir tækifæri á að verða fyrsti leikmaðurinn frá Ben Hogan 1953 til þess að sigra 3 risatitla á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2015 | 18:00

Evróputúrinn: Larrazabal sigraði á BMW Int. Open

Það var spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal sem sigraði á BMW International Open. Larrazabal lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (70 66 69 66) Í 2. sæti varð Henrik Stenson 1 höggi á eftir. Enski kylfingurinn Chris Paisley varð í 3. sæti á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Freyja Benediktsdóttir.  Freyja er fædd 28. júní 1953 og er því 62 ára. Sambýlismaður Freyju er Einar Jóhann Herbertsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Freyja Benediktsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter H. Oakley, 28. júní 1949 (66 ára); Jim Nelford, 28. júní 1955 (60 ára stórafmæli!!!); Warren Abery 28. júní 1973 (42 ára) ….. og ….. Kollu Keramik (62 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2015 | 14:00

Kylfingur með 3 ása á ótrúlegum hring upp á 57!!!

Fyrrum hermaður Patrick Wills, 59 ára, er hæfileikaríkur kylfingur sem er með 4 í forgjöf, en aldrei í sínum villtustu draumum taldi hann að hann myndi fá 3 ása á hring og þ.á.m. 2 albatrossa og örn. Líkurnar á að fá 3 ása á hring eru billjón á móti einum og ekki hefir fréttst af neinu slíku áður. Wills náði þessum árangri í Laurel Hill Golf Club í Virginíu, í Bandaríkjunum, og ásarnir komu á par-4 7. holunni, par-4 10. holunni og 187 yarda par-3 14. holunni. „Þegar við komum á flötina leit ég niður og ég vissi ekki hvernig mér leið – ég var dofinn,“ sagði Wills í viðtali við BBC. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2015 | 12:00

Eiginkona Peter Dye meðal þeirra sem gagnrýna Chambers Bay

Golfvallarhönnuðurinn bandaríski Pete Dye fylgdi í fótspor Jim Furyk í síðustu viku, aðspurður um hvað honum findist um Chambers Legendary golf course designer and Gulfstream resident Pete Dye followed Jim Furyk’s lead this past week when asked his thoughts on the U.S. Open at Chambers Bay: If you don’t have anything good to say, don’t say anything at all. Wife Alice, who has worked side-by-side with Pete on many designs, one of which, Whistling Straits in Wisconsin, will host the 2015 PGA Championship in August, was less diplomatic. Pete Dye’s wife among those not a fan of Chambers Bay photo Charlie Riedel Jordan Spieth, who went on to win the Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2015 | 10:00

GB: Björgvin og Guðný Rósa sigruðu á Opna ÍNN

Í gær fór fram Opna ÍNN mótið á Hamarsvelli í Borgarfirði. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti Björgvin Gestsson, GKG, 40 punktar 2. sæti Davíð Örn Gunnarsson, GL, 38 punktar 3. sæti Eyþór Ingi Gunnarsson, GS, 36 punktar 4. sæti Ágúst Héðinsson, GKG, 36 punktar 1 . sæti Guðný Rósa Tómasdóttir, GHR, 37 punktar 2. sæti Camilla Margareta Tvingmark, GM, 36 punktar 3. sæti Þuríður Stefánsdóttir, GKG, 35 punktar 4. sæti Baldvina Guðrún Snælaugsdóttir, GKG 35 punktar Nándaverðlaun: Á 2 braut: Lárus B. 5.20m Á 8 braut: Davíð Örn 3.05m Á 10 braut: Björgvin GKG 2.67 Á 14 braut: Camilla Twingmark 1.21m Á 16 braut: Árni Brynjólfsson 3.49m Lengsta teighögg á Langárbrautinni: Sólveig Gunnarsdóttir.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2015 | 08:00

PGA: Harman efstur á Travelers f. lokahringinn

Það er bandaríski kylfingurinn Brian Harman sem leiðir fyrir lokahringinn á Travelers Championship í Conneticut. Harman er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 196 höggum (66 65 65). Það eru 2 sem deila 2. sætinu: Bubba Watson og kanadíski kylfingurinn Graeme DaLaet, en báðir eru aðeins 1 höggi á eftir Harman, á samtals 13 undir pari, hvor. Þrír kylfingar Brandt Snedeker, sem búinn er að gefa út að hann verði ekki með í Greenbriars í næstu viku, Paul Casey og Zach Johnson deila síðan 4. sætinu. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Travelers SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 20:00

Íslensku ungmennin í Vierumäki stóðu sig vel!!!

Í gær lauk Finnish International Junior Championship í Vierumäki Golf Club, en mótið stóð dagana 24.-26. júní s.l. 15 íslensk ungmenni tóku þátt í mótinu og kepptu í 2 flokkum beggja kynja þ.e. stráka og stelpuflokki og drengja og telpuflokki. Úrslitin urðu eftirfarandi: 14 ára og yngri strákar: Af íslensku strákunum stóð sig best Sigurður Arnar Garðarsson, GKG.  Röð íslensku keppendanna í strákaflokki varð annars eftirfarandi: 8. sæti Sigurður Arnar Garðarsson 16 yfir pari (77 77 78) 10. sæti Kristófer Karl Karlsson, GM 17 yfir pari  (79-76-78) T-14 Sigurður Blumenstein, GR 21 yfir pari (77 81 79) T-24 Dagbjartur Sigurbrandson GR 32 yfir pari (90 79- 9) T-33 Böðvar Pálsson, GR 38 yfir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2015 | 19:00

GA: Jónas með milljónahögg!!!

Nú rétt í þessu var Jónas Þór Hafþórsson stórkylfingur úr GA að fara holu í höggi á 18. braut á Jaðri. Jónas er að keppa í Arctic Open og svo vel vill til að það var 1. milljón í boði frá Sjóvá fyrir þann kylfing sem fyrstur færi holu í höggi á 18. braut. Jónas hefur því unnið sér inn 1. milljón og óskar Golf1 honum til hamingju með það! Jónas mun svo afhenda við fyrsta tækifæri Hollvinasamtökum spítalans á Akureyri 500 þúsund krónur af upphæðinni. Heimild: GA