Goosen tryggði sér sæti á Opna breska
Suður-afríski kylfingurinn Retief Goosen tryggði sér sæti á Opna breska, eftir að hafa komist í gegn á úrtökumóti í Woburn. Hinn 46 ára Goosen var með hringi upp á 67 og 72 sem tryggði honum sæti í 3 manna bráðabana og þar fékk hann strax fugl á 1. holu sem tryggði honum sæti í Opna breska. Í Woburn úrtökumótinu sigraði írski áhugamaðurinn Robert Dunne (70 65) og Englendingurinn Robert Dinwiddie var líka einn þeirra sem komst áfram. „Ég sigraði tvo Dunhill bikara þarna (með Ernie Els og David Frostin 1997 og 1998) og ég spilaði völlinn fyrst þegar ég var 18 ára, þannig að ég hef gengið nokkra km á Lesa meira
GL: Opna Helena Rubinstein mótið fór fram 27. júní sl. – Úrslit
Hið árlega Opna Helena Rubinstein mót fór fram í ágætis veðri, á Garðavelli á Akranesi laugardaginn 27. júní síðastliðinn. Um 70 konur tóku þátt í mótinu og kepptu um glæsilega vinninga, Helena Rubinstein snyrtivörur. Gríðarleg barátta var um efstu sætin í öllum flokkum en úrslit mótsins voru eftirfarandi: Leikforgjöf 0-17,9: 1. sæti: Hildur Nielsen GKG 33 punktar 2. sæti: Anna Snædís Sigmarsdóttir GK 32 punktar 3. sæti: Helga Þorvaldsdóttir GR 30 punktar (fleiri punktar en Ingibjörg á seinni 9 holunum) 4. sæti: Ingibjörg Ketilsdóttir GR 30 punktar Leikforgjöf 18- 27,9: 1. sæti: Þóra Pétursdóttir GM 37 punktar 2. sæti: Björg Guðrún Bjarnadóttir GM 36 punktar 3. sæti: Þóranna Halldórsdóttir GL Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Geirsdóttir – 30. janúar 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Margrét Geirsdóttir. Margrét er fædd 30. júní 1965 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Margrét er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Margrét Geirsdóttir 50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Park Sr., f. 30. júní 1833-d. 25. júlí 1903; Harriot Sumner Curtis, f. 30. júní 1881 – 25. október 1974; Ómar Bogason, GSF, 30. júní 1960 (55 ára); Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (30 ára stórafmæli!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum sem öðrum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!!! Ef þið viljið koma afmælisgrein á Golf 1 endilega sendið tilkynningu um það á Lesa meira
Milljónir Mickelsons tengjast veðmálastarfsemi
ESPN birti grein þar sem sagði að 3 milljónir dala af milljónaeignum bandaríska kylfingsins Phil Mickelson væri tengt ólöglegri veðmálastarfsemi. Sjá má grein ESPN með því að SMELLA HÉR:
Tveir PGA Tour kylfingar rífast á Twitter vegna þess að annar þeirra hlustaði á Drake
PGA Tour kylfingarnir Will Wilcox og Brendan Steele rifust á Twitter vegna þess að Wilcox hlustaði á æfingasvæðinu á músík með hljómlistarmanninum Drake sem að mati Steele var of hátt stillt. Það byrjaði á því að Wilcox afsakaði sig fyrir að hafa músíkina og hátt stillta. Steele var ekkert sáttfús og vísaði til reglna PGA Tour um að það væri bannað að trufla aðra með háværri tónlist. Wilcox kom tilbaka og sagðist myndu hafa lækkað hefði Steele beðið sig um það. Steele svaraði engu eftir það. Sjá má Twittersrifrildið með því að SMELLA HÉR:
PGA: DJ rekinn eftir fall á lyfjaprófi
DJ hefir verið vikið úr PGA mótaröðinni eftir að hann féll á nýlegu lyfjaprófi. Eftir lestur þessarar fréttar gætir nokkurra vonbrigða með DJ en hann er nýbakaður faðir og virtist vera að koma lífi sínu á réttan kjöl eftir að hafa tekið sér langt frí frá keppnisgolfi til þess að ná tökum á persónulegu lífi sínu. Honum hefir síðan gengið ágætlega í þeim mótum sem hann hefir tekið þátt í frá því hann sneri aftur til keppni á PGA. Nú virðist sem hann hafi greinst jákvæður fyrir notkun á kókaíni. Lesa má fréttina sem birtist Golf.com með því að SMELLA HÉR:
Champions Tour: Stjörnustund Jeff Maggert
Jeff Maggert sigraði nú um helgina 2. risamót sitt US Senior Open. Maggert hefir aðeins unnið 3 mót á PGA á undanförnum 20 árum Hann lék á 10 undir pari og lauk 72 h0lunum á 2 höggum betra skori en Colin Montgomerie. Tom Watson fyrirliði liðs Bandaríkjanna á Gleneagles í fyrra varð T-7. Sjá má úrslitin á US Senior Open 2015 með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Pétursson – 29. júní 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurður Pétursson. Sigurður er fæddur 29. júní 1960 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Sigurðar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sigurður Pétursson (55 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lonnie Dean Nielsen, 29. júní 1953 (62 ára); Kolbrún Kolbeinsdóttir, 29. júní 1964 (51 árs); Þórir Tony Guðlaugsson, 29. júní 1969 (46 ára); Hans Steinar Bjarnason, 29. júní 1973 (42 ára) Jeanne-Marie Busuttil, 24. júní 1976 (39 ára); Egill Ragnar Gunnarsson, 29. júní 1996; (19 ára)Jóel Gauti Bjarkason, GKG, 29. júní 1998 (17 ára – Var einn af 17 unglingum sem þátt tóku í Lesa meira
Bubba tekur ekki mark á „ráðum“ áhorfenda
Bubba Watson sigurvegari Travelers Championship er þekktur fyrir að vera fremur kaldur í viðmóti við áhangendur. Sérstaklega við „sérfræðinga“ sem vilja ráðleggja honum þegar bolti hans fer nálægt köðlum sem halda áhorfendum frá keppendum. Einn slíkur gaf Bubba ráð þegar bolti hans var fyrir framan tré að „puncha“ hann lágt með 4-járni. Bubba tók ekkert mark á ráðum áhangandans og hélt sig við leikplan sitt, högg hann tókst og hann lét síðan áhangandann heyra það. Sjá með því að SMELLA HÉR:
LPGA: NY Choi sigraði á Walmart mótinu!
Það var Na Yeon Choi oft nefnd NY eftir samnefndri borg, frá Suður-Kóreu, sem sigraði á Walmart NW Championship. Choi lék á samtals 15 undir pari. Í 2. sæti var kona sem ekki hefir sést lengi ofarlega á skortöflum í móti en það er fyrrum nr. 1 á heimslistanum japanski kylfingurinn Ai Miyazato. Hún lék á samtals 13 undir pari og var því 2 höggum á eftir sigurvegaranum. Þriðja sætinu deildu síðan 3 kylfingar: Anna Nordqvist frá Svíþjóð, bandaríski kylfingurinn Stacy Lewis og Azahara Muñoz frá Spáni, allar á samtals 12 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á Walmart NW Championship SMELLIÐ HÉR:










