Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davis Love III ——- 13. apríl 2016

Það er fyrirliði Bandaríkjanna í Rydernum 2016 Davis Milton Love III sem er afmæliskylingur dagsins. Love III er fæddur í Charlton, Norður-Karólínu 13. apríl 1964 og á því 52 ára afmæli í dag. Hann fæddist daginn eftir að pabbi hans Davis M Love Jr. lauk við lokahring sinn í Masters-mótinu 1964, en pabbi hans var golfkennari og atvinnumaður í golfi og móðir hans, Helen, lágforgjafarkylfingur.

Love III gerðist atvinnumaður í golfi 1985, sem sagt 21 árs. Á ferli sínum hefir hann sigrað í 36 mótum þar af 20 á PGA Tour. Besti árangur hans í risamótum kom 1997 þegar hann sigraði í PGA Championship.

Love III er hin síðari ár best þekktur fyrir að hafa verið fyrirliði bandaríska Ryder Cup liðsins, sem tapaði 2012 á heimavelli í Medinah, í Chicago. Illinois þegar liði Evrópu tókst með undraverðum hætti að sigra á lokadeginum, þannig að enn er talað um „kraftaverkið í Medinah.“ Nú fær hann 2. tækifæri 2016. Með Jordan Spieth innanborðs – Skyldu Bandaríkjamenn sigrað þá?

Love III er kvæntur eiginkonu sinni Robin og saman eiga þau dótturina Alexiu Davis IV.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charloette Cecilia Leitch, (f. 13. apríl 1891– d. 16. september 1977- Einn fremsti kvenkylfingur Breta); Marilynn Smith, 13. apríl 1929 (87 ára); Sigurgeir Marteinsson, GK, 13. apríl 1949 (67 ára); Pelle Edberg, 13. apríl 1979 (37 ára); Hannah Yun 13. apríl 1992 (24 ára) … og …

Anna Laufey Sigurdardottir

F. 13. apríl 1962 (54 ára)

Lára Valgerður Júlíusdóttir

F. 13. apríl 1951 (65 ára)

Jónína Ragnarsdóttir

F. 13. apríl 1953 (63 ára)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með stórafmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is