Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 17:15

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Wichanee Meechai (28/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 27 stúlkur verið kynntar og nú verða kynntar þær 4 sem deildu 22. sætinu en það eru: Wichanee Meechai frá Thaílandi; Ally McDonald, frá Bandaríkjunum; Stephanie Kono frá Bandaríkjunum og Victoria Elizabeth, frá Bandaríkjunum, sem þegar hefir verið kynnt.

Tvær þær síðarnefndu hafa þegar verið kynntar og í dag verður Wichanee Meechai frá Thailandi kynnt.

Wichanee Meechai fæddist 5. janúar 1993 og er því 23 ára.  Hún er 1,75 á hæð.

Meechi býr í Bankok á Thaílandi og var í Ramkhamhaeng University.

Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2010 eða aðeins 17 ára.

Meechai var aðeins 1 höggi frá því að fá kortið sitt á LPGA í 1. tilraun sinni sl. desember, en hún hlýtur aðeins takmarkaðan þátttökurétt á LPGA þetta árið.

Hún hefir þegar 1 sigur í beltinu á kínverska LPGA þ.e. CLPGA og einn sigur á taíwanska LPGA.

Siðan hefir Meechai sigrað tvívegis í heimalandinu á Thai LPGA.

Meechai segir að í draumaholli sínu séu Tiger Woods, Rory Mcllroy og Yani Tseng.