Andrew „Beef“ Johnston
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 19:00

Hver er kylfingurinn: Andrew Johnston?

Enski kylfingurinn, Andrew Johnston, sigraði í dag á

Andrew Johnston fæddist í London, Englandi, 18. febrúar 1989 og er því 27 ára.

Hann var mjög efnilegur áhugamaður og var m.a. í strákaliði Breta&Íra á Jacques Léglise Trophy.

Johnston gerðist atvinnumaður 2009 og sigraði fyrsta mót sitt sem atvinnumaður sama ár á Jamega Tour, sem m.a. Þórður Rafn „okkar“ Gissurarson hefir keppt á.

Keppnistímabilið 2010 spilaði Johnston á  Jamega Tour,  PGA EuroPro Tour og var farin að fá boð í mót á Áskorendamótaröðina (ens. Challenge Tour).

En „break-through-ið“ kom á keppnistímabilinu 2011. Hann spilaði á fyrsta mótinu sínu á Evróputúrnum í Alfred Dunhill Championship í Suður-Afríku og vegna góðs árangurs þar fékk hann að taka þátt í fyrsta risamótinu sínu Opna breska. Johnston komst þó ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska, en allt þetta fór í reynslubankann.  Hann átti einnig fleiri aðra góða árangra og fékk í kjölfarið fleiri boð á mót Áskorendamótaraðarinnar og þar fór hann að sýna árangur þ.e. varð m.a. í 2. sæti á  M2M Russian Challenge Cup. Sá árangur varð til þess að hann fékk að taka þátt í Grand Final þar sem hann varð T-3 og skaust upp í 15. sæsti á stigatöflunni, sem tryggði honum keppnisrétt á Evróputúrnum 2012.

Johnston hefir síðan þá rokkað milli Evróputúrsins, þar sem hann hefir aðallega fengið að keppa í boði styrktaraðila og Áskorendamótaraðarinnar, þar sem hann náði að festa sig í sessi; hefir m.a. sigrað tvívegis á þeirri mótaröð þ.e.  Scottish Hydro Challenge, þ. 29. júní 2014 og Le Vaudreuil Golf Challenge, þ. 27. júlí 2014.

Í dag sigraði Johnston síðan í fyrsta sinn í móti á Evrópumótaröðinni og það ekkert smá móti sjálfu Opna spænska og það á flaggskipsvelli Evrópu nr. 1 sjálfum Valderrama, sem spilaðist svo erfiðlega að besta skorið var skor Johnston upp á samfellt 1 yfir pari (67 74 74 70)!  Enginn keppanda með heildarskor undir pari!!!