Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2016 | 18:00

Evróputúrinn: Johnston sigraði á Opna spænska

Það var fremur óþekktur enskur kylfingur, Andrew Johnston, sem sigraði á Opna spænska.

Johnston lék á samtals 1 yfir pari, 285 höggum (67 74 74 70).

Þetta er fyrsti sigur Johnston á Evrópumótaröðinni og fyrir vikið fær hann 333.330 pund (um 58 milljónir íslenskra króna) í verðlaunafé.

Í 2. sæti varð Hollendingurinn Joost Luiten, 1 höggi á eftir. Heimamaðurinn Sergio Garcia varð í 3. sæti á 3 yfir pari.

Já, Valderrama lék bestu kylfinga Evrópu grátt; ekkert heildarskor var yfir pari!

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna spænska SMELLIÐ HÉR: