Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2016 | 08:00

Þessi saga um matareitrun Tiger og Martin í háskóla er ótrúleg

Tiger Woods greypti ímynd þess hversu harður hann er af sér í huga margra eftir sigurinn 2008 á Opna bandaríska risamótinu. Þá vikuna sigraði Tiger þrátt fyrir að hafa haltrað um Torrey Pines fótbrotinn og gjörsamlega á skjön við fyrirmæli læknisins síns.

En áratug áður, á háskólaárum sínum, sýndi Tiger af sér hörku sem skólafélagar hans eru enn að tala um og þeir þekktu aftur vininn sinn á Torrey Pines og hversu ótrúlega hörku Tiger getur sýnt sjálfum sér, þegar eitthvað bjátar á. Það er einfaldlega einkenni þeirra sem eru haldnir fullkomnunaráráttu eins og Tiger að geta ekki viðurkennt að eitthvað sé að hjá þeim, t.a.m. veikindi. Þau eru bara yfirspiluð; helst ekkert minnst á þau.

Þessi Tiger saga var sögð í viðtali NBC/Golf Channel fyrir ríkiskeppnirnar (NCAA Men’s Golf Championship) sem fara að hefjast meðal allra háskóla golfliða í Bandaríkjunum.

Í viðtalinu voru gamlir skóla- og liðsfélagar Tiger úr Stanford, sem léku með skólaliði Stanford, The Cardinals. Þ.á.m. voru kylfingarnir Casey Martin og Notah Begay og Conrad Ray — sem nú er yfirþjálfari Stanford.  

Martin sagði söguna sem átti sér stað 1995 á NCAA Regionals í New Mexico. Begay, sem er frá Albuquerque, fór með strákana í liðinu á uppáhalds BBQ restaurant-inn sinn og tveir liðsfélaganna Martin og Woods pöntuðu sér það sama og fengu matareitrun. Martin rifjaði upp að hann og nýliðinn í liðinu, sem hann deildi herbergi með (Tiger) „hefðu kastað upp alla nóttina.“  Þeir hafa því verið býsna vökvalausir og slappir morguninn eftir. 

Begay staðfesti alvarleikann á ástandi þessara tveggja liðsfélaga sinna. „Ég man eftir ég fór inn í herbergið til strákanna þar sem þeir voru við dauðans dyr og ég sagði „annar ykkar verður að fara út að keppa, þannig að þið verðið að ákveða hvor ykkar það er,“ sagði Begay og vísaði til þess að í Cardinals liðinu þurftu a.m.k. 4 að keppa og því gekk ekki að þeir báðir, Martin og Tiger yrðu frá vegna „smá magakveisu“ – að öðrum kosti hefði liðið verið úr leik.

Mér var illt bæði í fætinum og í maganum, þannig að ég vissi að Tiger myndi hjálpa mér,“ sagði Martin.

Og það gerði Tiger. Hann ekki bara spilaði veikur með eftirverkanir matareitrunarinnar heldur skilaði líka sléttu pari 72 högg, þar sem hann m.a. náði mjög dirfskufullu pari á löngu par-3 17. holunni.

Ég man eftir að Tiger gékk til hliðar við teiginn, ældi, labbaði tilbaka á teig, sló boltann á flöt og tvípúttaði,“ rifjaði Begay upp.

Við fórum beinustu leið á bráðamóttökuna fengum næringu í æð og liðið hélt velli og komst áfram,“ bætti Martin við „en það var ekki nema fyrir virkilega mikið álag,“

Átta árum síðar á Bay Hill Invitational 2003, þurfti Tiger enn að fást við matareitrun, í þetta sinn vegna pasta sem þáverandi kærasta hans, Elin Nordegren bjó til handa honum. Woods sigraði, átti lokahring upp á 68 og átti 11 högg á næsta mann.

En aftur að 1995. Ray (yfirþjálfari Stanford liðsins í dag) sagðist ekki hafa verið með liðinu þarna. Hann var nýliði (á 1. ári í háskóla sem sagt upp á ensku: freshman/eins og Tiger). Hann fékk ekki að fara þó sig langaði og sagðist hafa spurt þjálfara þeirra Wally Goodwin af hverju hann hefði ekki verið floginn inn á keppnisstaðinn til þess að hvíla þá báða, Martin og Tiger. Ray sagði svo um samtal sitt við Goodwin (þjálfari strákana): „hann (Goodwin) vildi heldur að Tiger spilaði fárveikur en að ég (Ray) kæmi í stað hans!“