Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2016 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-1 eftir 1. dag á Mountain West Championships!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Fresno State hófu í gær leik ásamt The Bulldogs, golfliði Fresno State á Mountain West Championships, sem er lokamót hennar á þessu keppnistímabili í bandaríska háskólagolfinu.

Hún lék Rancho Mirage völlinn, þar sem 1. risamót kvennagolfsins fór fram, á 1 undir pari, 71 höggi og deilir efsta sætinu ásamt  Katrina Prendergast (Colorado State) og Georgia Lacey (San Diego State) en þær þrjár eru einu einstaklingarnir í mótinu, sem voru á skori undir pari!

Á hringnum góða fékk Guðrún Brá 3 fugla 2 skolla og 13 pör – Glæsilegt, eins og Guðrúnar Brár er von og vísa!!!

Sjá má umfjöllun um mótið á heimasíðu Fresno State með því að SMELLA HÉR 

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Mountain West Championships SMELLIÐ HÉR: