Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2016 | 20:00

Fyndið – jafnvel þeir bestu gera mistök! – Myndskeið

Allir kylfingar vita hversu erfitt golfið getur verið stundum.

Stutt pútt detta ekki – maður er búin að missa sveifluna – chipin vilja ekki ofan í – ekki er náð inn á flatir á réttum höggafjölda – eða eitthvað annað gjörsamlega neyðarlegt gerist út á velli!

Listinn er of langur – og veruleikinn oft skrítnari en skáldskapur.

Þeir á PGA Tour hafa sett saman myndskeið, annað birtist fyrir u.þ.b. 3 mánuðum og hitt er aðeins eldra eða hálfs árs (frá því í okt 2015)  þar sem sjá má að jafnvel þeir bestu gera mistök.

Sjá má myndskeið nr. 12 (2015) með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má myndskeiðið nr. 13 (2016) með því að SMELLA HÉR: