Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 08:15

LEK: Ísland T-12 e. 2. dag á EM eldri kylfinga

Íslenska landsliðið sem keppir á Evrópumóti eldri kylfinga í Waterloo í Belgíu bætti stöðu sína á öðrum keppnisdeginum. Íslenska liðið bætti sig um þrjá punkta og færðist upp í tólfta sæti (sem það situr í ásamt Þjóðverjum þ.e. er T-12). Vonast menn til að ná enn meiri bætingu á dag. Veður var þokkalegt – væta af og til og sólskin á milli. Eins og fyrri daginn voru Jóhann Peter Andersen og Guðlaugur R. Jóhannsson á besta skorinu eða 37 punktum, Helgi Hólm og Gunnlaugur Ragnarsson voru með 35 punkta, Pétur Elíasson og Kristinn Jóhansson voru á 32 punktum. Sem fyrr eru það Norðmenn sem spila best og leiða keppnina. Keppt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 07:15

GK: Þórdís og Axel klúbbmeistarar 2016

Skemmtilegasta móti GK lauk 9. júlí s.l. en meistaramót Golfklúbbsins Keils var haldið dagana 3-9 júlí. Keppt var í 15. flokkum og einnig var haldið Meistaramót fyrir yngstu börnin. 280 keppendur tóku þátt í það heila.Fyrstu dagana var veður mjög gott, en siðustu 2 dagana var mikill vindur og þá sérstaklega lokadaginn sem reyndi mjög á keppendur. Hér eru svo öll úrslit mótsins Meistaraflokkur karla 1. Axel Bóasson 277 högg 2. Henning Darri Þórðarsson 281 högg 3. Sigurþór Jónsson 286 högg Meistaraflokkur kvenna 1. Þórdís Geirsdóttir 314 högg 2. Helga Kristín Einarsdóttir 315 högg 3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir 317 högg 1. fl.karla 1. sæti Árni Geir Ómarsson 300 högg 2. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2016 | 06:45

GSS: Árný Lilja og Arnar Geir klúbbmeistarar 2016 – Arnar Geir með vallarmet á Hlíðarenda!

Meistaramót GSS í eldri flokkum fór fram dagana 6.-9.júlí á Hlíðarendavelli en meistararmót barna og unglinga GSS fór fram 4.-6. júlí 2016. Þátttakendur í heild voru 52 og keppt í 15 flokkum. Stemmingin var mjög góð. Lognið fór reyndar mishratt yfir eftir dögum og einnig rigndi duglega á köflum. Þetta hafði einhver áhrif á skor kylfinga, en samt setti Arnar Geir Hjartarson vallarmet á öðrum degi (7. júlí) á hvítum teigum þegar hann spilaði völlinn á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Mikil og hörð keppni var í flestum flokkum og réðust úrslit ekki fyrr en á lokaholum í mörgum flokkunum. Verðlaunaafhending og matur var síðan í mótslok á laugardagskvöldið 9.júlí þar einnig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 21:00

Opna breska 2016: Mickelson á 63 og leiðir e. 1. dag á Royal Troon – Kaymer og Reed T-2

Phil Mickelson átti stórglæsilegan opnunarhring á Opna breska í dag. Hann lék á 63 glæsihöggum – fékk 8 fugla og skilaði skollalausu skorkorti!!! Phil er i 1. sæti eftir 1. dag. Í 2. sæti er enn annar kylfingurinn sem ekki var getið þegar líklegustu 10 sigurvegarar Opna voru taldir en það er þýski kylfingurinn Martin Kaymer.  Hann deilir 2. sætinu með Patrick Reed frá Bandaríkjunum en báðir léku á 5 undir pari, 66 höggum á 1. degi Opna. Alveg tími á að Kaymer fari aftur að láta ljós sitt skína og gaman að sjá hann aftur með þeirra efstu!!! Til þess að sjá stöðuna á Opna breska eftir 1. dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 20:00

GG: Kristinn og Svanhvít klúbbmeistarar 2016

Kristinn Sörensen og Svanhvít Helga Hammer urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur en meistaramót GG fór fram dagana  4.-9. júlí 2016. Þátttakendur í ár voru 57 og keppt var í 9 flokkum (þ.m.t. unglingaflokkur). Kristinn varð klúbbmeistari karla eftir þriggja holu umspil við Jón Valgarð Gústafsson. Þeir voru jafnir eftir 72 holur á 303 höggum. Svanhvít Helga Hammer er klúbbmeistari kvenna á 264 höggum (3 dagar) Í öðrum flokkum voru eftirfarandi sigurvegarar: 1. flokkur Helgi Jónas Guðfinnsson 314 högg 2. flokkur Atli Kolbeinn Atlason 332 högg 3. flokkur Jón Þórisson 360 högg 4. flokkur Jón Gauti Dagbjartsson 404 högg Heldri konur: Margrét Brynjólfsdóttir 299 högg (3 dagar) Öldungaflokkur karla: Sveinn Þór Ísaksson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 19:00

Opna breska 2016: Skyldu e-hv af þessum 10 standa uppi sem sigurvegarar? – Myndskeið

Hverjir þykja  10 sigurstranglegustu kylfingar á Royal Troon í Skotlandi á 145. Opna breska, sem hófst í dag? Er það nr. 1 á heimslistanum Jason Day eða Dustin Johnson, sem er nýbúinn að sigra eitt risamóta ársins og heimsmót og er í fantaformi? Eða er það hinn ástfangni Rory eða snillingurinn frá Texas, Jordan Spieth, eða einhver allt annar sem kemur á óvart? Ef nefna ætti 10 þá sigurstranglegustu er beinast við að nefna efstu 10 á heimslistanum. Hér fer myndskeið þar sem sett er fram tilgáta um þá 10 sem sigurstranglegastir þykja. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 18:00

Opna breska 2016: Spieth, Fowler & co. búa saman í húsi og bonda

Jordan Spieth, Rickie Fowler og 4 aðrir bandarískir kylfingar deila húsi í Troon í Skotlandi, en þar taka þeir allir þátt í 3. risamóti ársins, Opna breska. Þetta gæti verið tilefni áhyggna hjá Darren Clarke, fyrirliða liðs Evrópu í Ryder bikarnum, sem fram fer í Bandaríkjunum í haust. Það sem talið er að háð hafi bandaríska liðinu er einmitt skortur á liðsanda og liðsheild. Það er sko verið að vinna í því. Jordan Spieth, Rickie Fowler, Justin Thomas, Jimmy Walker, Zach Johnson og Jason Dufner  eru þeir kylfingar sem deila húsinu. Þar hefir sést til þeirra þar sem þeir eru að leika sér í bandarískum fótbolta, auk þess sem þeir snæða mexíkanskt saman Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björnsson – 14. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björnsson. Birgir er fæddur Bastilludaginn, 14. júlí 1978 og er því 38 ára í dag!!! Hann er menntaður kylfusmiður og starfar í Hraunkoti í Golfklúbbnum Keili, en Birgir er auk þess feykigóður kylfingur. Hann heldur úti frábærri golfsíðu, Golfkylfur.is sem komast má á með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Birgir Bjornsson (38 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anna Margrét Bjarnadóttir 14. júlí 1941(75 ára); Brynjar Björnsson 14. júlí 1961 (55 ára); Guðrún Dröfn Emilsdóttir, 14. júlí 1967 (49 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 15:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-3 á Sparkassen Open e. 1. dag

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Sparkassen Open, sem er hluti þýsku Pro Golf Tour mótaraðarinnar. Mótið fer fram í Bochumer Golf Club í Bochum, Þýskalandi. Eftir 1. dag er Þórður T-3; átti frábæran hring í dag, þar sem hann lék á 5 undir pari, 67 höggum. Á hringnum fékk Þórður Rafn hvorki fleiri né færri en 8 fugla, 7 pör og 3 skolla!!! Stórglæsilegt!!! Til þess að sjá stöðuna á Sparkassen Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 14:00

GV: Guinot Open aflýst vegna veðurs

Guinot Open kvennamótinu, sem halda átti út í Vestmannaeyjum á morgun, 15. júlí 2016, er frestað vegna slæmskuveðurs. Spáð er 22 m/sek. Sjá má veðurspá fyrir Vestmannaeyjar 15. júlí með því að SMELLA HÉR:  Þeir sem hafa skráð sig í mótið verða að skrá sig að nýju. Stefnt er að því að halda mótið að nýju og verður það auglýst nánar síðar.