Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 08:40

GV: Frábært Renée Guinot mót á Vestmanna- eyjavelli á morgun! Skráið ykkur hér!!!

Guinot Open Kvennamót fer fram á hinum dásamlega Vestmannaeyjavelli á morgun 15. júlí 2016. Hvar er betra en að vera út í Eyjum um mitt sumar? Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni með forgjöf og leikið  leikið er í einum forgjafarflokki. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin og nándarverðlaun á par-3 holum, auk þess sem dregið verður úr skorkortum í mótslok, þar sem jafnframt verða framreiddar léttar veitingar. Guinot er franskt gæða snyrtivörumerkisem er einstakt í sinni röð og er þekkt út um allan heim. Þátttökugjald kr. 4.900,- og er ekki hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu. Hægt er að komast inn á tengil til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 08:30

LET Access 2016: Fylgist með Ólafíu og Valdísi hér!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hefja leik í dag á LETAS Trophy mótinu. Mótið fer fram í Royal Waterloo golfklúbbnum, í Lasne, Belgíu, 14. – 16. júlí 2016. Valdís Þóra var með fyrstu konum út í morgun (átti rástíma kl. 8:55 að staðartíma þ.e. 6:55 að okkar tíma hér heima) en Ólafía Þórunn fer ekki út fyrr en eftir hádegin kl. 13:47 að staðartíma (þ.e. um hádegisleytið hjá okkur kl. 11:47). Vonandi að þeim stöllum gangi sem allra best!!! Fylgjast má með gengi þeirra Ólafíu og Valdísar á skortöflu með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 08:15

Fannar Ingi T-32 e. 2 hringi á Torrey Pines

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, tekur þátt í IMG Academy Junior World Championships, sem fram fer á hinum heimsfræga Torrey Pines velli í San Diego, Kaliforníu. Gríðarmikil þátttaka er í mótinu en þátttakendur í flokki Fannars Inga eru 205. Fannar Ingi er T-32 eftir tvo hringi sem er frábær árangur!!! Fannar Ingi er búinn að spila báða fyrstu hringina á 74 höggum!!! Mótið stendur 12.-15. júlí og lýkur því á morgun. Til þess að sjá stöðuna á IMG Academy Junior World Championships SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 08:00

DJ finnst hann bestur í heimi … fyrir Opna breska

Flestir tippa á að Dustin Johnson (DJ), 32 ára, sigri á 145. Opna breska sem hefst í dag, 14. júlí 2016. DJ sjálfur hefir látið hafa eftir sér að sér líði eins og besta kylfingi heims fyrir risamótið. Hann sigraði á Opna bandaríska í s.l. mánuði og síðan varð hann líka í 1. sæti á Bridgestone Inv. heimsmótinu, næsta móti sem hann tók þátt í. Samkeppnin er samt hörð því nr. 1 á heimslistanum Jason Day, tvöfaldur risamótssigurvegari Jordan Spieth og Rory McIlroy frá Norður-Írlandi munu eflaust veita DJ harða samkeppni. „Ef ég spila upp á mitt besta, trúi ég því að ég sigri,“ sagði DJ. „Mér líka sigurlíkur mínar. Auljóslega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2016 | 07:30

Glæsilegur árangur hjá Andra Páli – T-7 í Noregi!

Andri Páll Ásgeirsson, úr Golfklúbbnum Keili, náði þeim glæsilega árangri að hafna í 7. sæti á Norwegian Junior Trophy mótinu, sem fram fór í Noregi. Mótið fór fram í Konsberg golfklúbbnum í Konsberg, Noregi, dagana 10.-13. júlí 2016. Þátttakendur í flokki Andra Páls voru 29. Andri Páll lék á 220 höggum (74 72 74). Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ian Stanley Palmer – 13. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ian Stanley Palmer, frá Suður-Afríku. Hann er fæddur 13. júlí 1957 og á því 59 ára afmæli í dag. Palmer gerðist atvinnumaður í golfi 1981 og hefir síðan þá bæði sigraði á Sólskinstúrnum þ.e. 3 sinnum og á Evróputúrnum, tvisvar. Í Suður-Afríku er hann í hinum fræga golfklúbbi Bloemfontein. Hann kvæntist konu sinni Louise 1987 og eiga þau tvö börn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sumarlína Ehf (87 ára) og Sóley Elíasdóttir, f, 13. júlí 1967 (49 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2016 | 14:00

GM: Nína og Kristján Þór klúbbmeistarar 2016

Það eru Nína Björk Geirsdóttir og Kristján Þór Einarsson, sem eru klúbbmeistarar GM 2016. Meistaramót GM fór fram dagana 4.-9. júlí 2016. Keppendur voru 198 í 20 flokkum. Sigurvegarar voru eftirfarandi:    Meistaraflokkur karla: 1 Kristján Þór Einarsson GM -3 F 37 33 70 -2 68 67 73 70 278 -10 2 Theodór Emil Karlsson GM -2 F 38 34 72 0 69 78 75 72 294 6 3 Björn Óskar Guðjónsson GM -1 F 37 35 72 0 77 77 73 72 299 1 1 flokkur karla: 1 Þór Gunnlaugsson GM 3 F 40 39 79 7 73 75 81 79 308 20 2 Gunnar Ingi Björnsson GM 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2016 | 12:00

Westy segist myndu elska að vinna risamót

Lee Westwood (Westy), 43 ára, segist myndu elska að sigra í risamóti … en hann muni ekki tapa miklum svefni ef það gerist ekki. Í nýlegu viðtali var Westy beðinn að rifja upp þau Opnu bresku risamót sem hann hefir tekið þátt í þegar þau hafa farið fram á Royal Troon, þar sem þetta elsta risamót hefst á morgun.  Þetta er árin 1997 og 2004. „Ég kom hingað í sl. viku og man eftir öllu á seinni 9 en ekkert á fyrri 9, nema eftir „frímerkinu“ (einni stystu par-3 holu í öllum risamótunum,“ sagði Westy í upphafi 145. Opna breska, sem hefst eins og áður segir á Royal Troon á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2016 | 10:00

GM: Kjartan Hrafn með ás!!!

Hann gerði góða ferð á Hlíðavöll þann 10. júlí s.l., hann Kjartan Hrafn Helgason. Hann gerði sér lítið fyrir og sló holu í höggi á þessari tilvonandi 18. braut Hlíðavallar. Holan er nú par-3 12. hola á Hlíðarvelli. Hún er 141 metra af  gulum teigum, þannig að ásinn var glæsilegur!!! Golf 1 óskar Kjartani Hrafni innilega til hamingju með draumahöggið!!!  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tristan Arnar Beck – 12. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Tristan Arnar Beck. Tristan Arnar er fæddur 12. júlí 2002 og á því 14 ára afmæli í dag. Hann tók þátt í móti Áskorendamóti Íslandsbanka þann 6. júní 2015 á Selfossi. Aðrir frægir kylfingar eru m.a. : Paul Runyan, f. 12. júlí 1908- d. 17. mars 2002; Heimilisiðnaðarfélag Íslands Heimilisiðnaðarskólinn (103 ára); Austfirskir Sjómenn 12. júlí 1965 (51 árs); Robert Allenby 12. júlí 1971 (45 ára); Sumartónleikar Í Skálholtskirkju 12. júlí 1975 (41 árs); Alexander Norén, 12. júlí 1982 (34 ára); Sophie Giquel-Bettan, 12. júlí 1982 (34 ára); Isabella Ramsay (sænsk) 12. júlí 1987 (29 ára); Inbee Park, 12. júlí 1988 (28 ára) …… og ……. Kristín Lesa meira