Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2022 | 22:00

Íslandsmót unglinga 2022: Berglind Erla Íslandsmeistari stúlkna 17-18 ára

Íslandsmót unglinga í höggleik í flokki 15-21 árs fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 12.-14. ágúst.

Berglind Erla Baldursdóttir, GM, sigraði í flokki 17-18 ára stúlkna. Þátttakendur í stúlknaflokki 17-18 ára, sem luku keppni, voru 11.

Berglind Erla lék hringina þrjá á 227 höggum eða 14 höggum yfir pari vallar samtals.

Sara Kristinsdóttir, GM, varð önnur á 232 höggum og Nína Margrét Valtýsdóttir, GR, varð þriðja á 234 höggum.

Sjá má lokastöðuna á Íslandsmóti unglinga 2022 með því að SMELLA HÉR: