Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2022 | 23:59

Evróputúrinn: Haraldur Franklín lauk keppni T-26 á ISPS Handa World Inv.

Þrír íslenskir kylfingar: Haraldur Franklín Magnús, GR; Bjarki Pétursson, GB og GKG og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tóku þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum: ISPS Handa World Invitational.

Mótið fer fram er á Galgorm Castle & Massereene golfsvæðinu, á Norður-Írlandi.

Bjarki og Guðmundur Ágúst komust ekki í gegnum niðurskurð.

Það gerði Haraldur Franklín hins vegar og lauk keppni T-26.

Hann lék samtals á 1 undir pari, 279 höggum (71 69 69 70).

Sjá má lokastöðuna á ISPS Handa World Invitational með því að SMELLA HÉR: