Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Garrett Philips —— 20. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Garrett Whitney Phillips. Hún fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986 og á því 36 ára afmæli í dag. Garrett spilaði bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur Bjarnason Sh, 20. ágúst 1973 (49 ára); Álsey Ve, 20. ágúst 1987 (35 ára); Zac Blair, 20. ágúst 1990 (32 ára); Góðir Landsmenn …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Björn Friðþjófsson – 19. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Björn Friðþjófsson. Björn er fæddur 19. ágúst 1942 og á því 80 ára afmæli í dag!!!  Björn er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:   Björn Friðþjófsson · Innilega til hamingju með 80 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Björn Friðþjófsson, 19. ágúst 1942 (80 ára), GR (fgj. 13.8); Christy O’ Connor Jr., 19. ágúst 1948 (74 ára); Gordon Brand Jr., (f. 19. ágúst 1958 – d. 1. ágúst 2019); Guðjón Steingrímsson, 19 ágúst 1967 (55 ára); Jhonattan Vegas, Ólympíufari frá Venezúela 19. ágúst 1984 (38 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Stefán Guðmundur Þorleifsson og Þórey Vilhjálmsdóttir – 18. ágúst 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Stefán Guðmundur Þórleifsson og Þórey Vilhjálmsdóttir. Þórey Vilhjálmsdóttir er fædd 18. ágúst 1972 og fagnar því 50 ára stórafmæli í ár. Komast má á facebook síðu Þórey til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið   Þórey Vilhjálmsdóttir 50 ára – Innilega til hamingju!!! Stefán Guðmundur Þorleifsson, er fyrrverandi íþróttakennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, Hann var fæddur 18. ágúst 1916 og hefði því orðið 106 ára í dag. Stefán var í Golfklúbbi Neskaupsstaðar, (GN)., Hann lést þann 14.mars 2021 og var þá elsti karlmaður landsins. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Reykjavík Reykvíkingur (98 ára); Egill Egilsson, GMS, 18. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2022 | 20:00

LET: Maja Stark sigraði á ISPS Handa World Inv.

Dagana 11.-14. ágúst sl. fór fram ISPS Handa World Inv. í Galgorm Castle & Massereene Golf Club á Írlandi. Þetta var sameiginlegt mót Evrópumótaraðar karla og kvenna og LPGA. Hjá körlunum náði Haraldur Franklín Magnús þeim frækilega árangri að verða T-26 en 3 íslenskir karlkylfingar kepptu á mótinu: Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson náðu því miður ekki niðurskurði að þessu sinni. Sigurvegari hjá körlunum varð Skotinn Ewan Fergusson. Hjá konunum sigraði hins vegar hin 22 ára sænska Maja Stark. Hún lék á samtals 20 undir pari, 271 höggi (69 70 69 63). Sigur hennar var afgerandi, en hún átti heil 5 högg á næsta keppanda; Allisen Corpuz frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2022 | 18:00

PGA: Will Zalatoris sigraði á FedEx St. Jude Championship

Það var Will (William Patrick) Zalatoris, sem stóð uppi sem sigurvegari á FedEx St. Jude Championship, en mótið fór fram dagana 11.-14. ágúst sl. í Memphis, Tennessee. Zalatoris þurfti að hafa fyrir sigrinum, en eftir hefðbundinn leik var hann efstur og jafn Austurríkismanninum Sepp Straka. Báðir léku þeir á samtals 15 undir pari, 265 höggum; Zalatoris (71 63 65 66) og Straka (64 66 68 67). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Zalatoris betur á 3. holu bráðabanans, þ.e. par-3 11. holu TPC Southwind, en áður hafði allt verið í járnum þegar par-4 18. brautin var spiluð tvívegis. Will Zalatoris er fæddur 16. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Högna Kristbjörg Knútsdóttir – 17. ágúst 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Högna Kristbjörg Knútsdóttir. Högna er fædd 17. ágúst 1994 og á því 28 ára afmæli í dag. Högna Kristbjörg er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Högnu Kristbjörgu til hamingju með afmælið…..   Högna Kristbjörg Knútsdóttir (28 ára afmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hugh John Baiocchi 17. ágúst 1946 (76 ára); Dottie Pepper, aðstoðarfyrirliði Meg Malone í Solheim Cup 2013, 17. ágúst 1965 (57 ára); Þröstur Ársælsson (54 ára) Peter Gustafson, 17. ágúst 1976 (46 árs);  Songlist Song Og Leiklistarskoli ….. og …. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2022 | 23:59

Íslandsmót golfklúbba 2022: GSS sigraði í 3. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2022 í 3. deild karla fór fram á Ísafirði dagana 12.-14. ágúst. Alls voru 8 lið í þessari deild. Keppt var í tveimur riðlum og léku tvö efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslitum. Neðsta liðið féll í 4. deild. Í hverri umferð var leikinn einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir. Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS, sigraði Golfklúbb Húsavíkur,GH, 2-1 í úrslitaleiknum og tryggði sér sæti í 2. deild að ári. Golfklúbbur Hveragerðis, GHG, endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn Golfklúbbi Borgarness, GB í leik um þriðja sætið. Golfklúbbur Grindavíkur endaði í neðsta sæti eða því 8. og leikur í 4. deild á næsta ári. Sjá má öll úrslit í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2022 | 22:00

Íslandsmót golfklúbba 2022: Golfklúbburinn Geysir sigraði í 4. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2022 í 4. deild karla fór fram á Kálfatjarnavelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar dagana 12.-14. ágúst. Golfklúbburinn Geysir sigraði Golfklúbb Siglufjarðar 2-1 í úrslitaleiknum og tryggði sér þar með sæti í 3. deild að ári. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar sigraði Golfklúbb Sandgerðis í leiknum um þriðja sætið. Golfklúbbur Álftaness féll í 5. deild. Leikmenn Geysis sögðu í skeyti til golf.is að Kálfatjarnarvöllur væri í frábæru standi og að þau ættu stórt hrós skilið fyrir mótshaldið, þ.e. stjórn og starfsmaður klúbbsins. Sjá má lokastöðuna í 4. deild karla með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2022 | 20:00

Íslandsmót golfklúbba 2022: Golfklúbburinn Vestarr sigraði í 5. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2022 í 5. deild karla fór fram á Silfurnesvelli hjá Golfklúbbi Hornafjarðar dagana 12.-14. ágúst. Alls tóku 5 lið þátt í þessari deild. Keppt var í einum riðli og leikin var ein umferð. Efsta liðið fer upp í 4. deild. Í hverri umferð var leikinn einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir. Golfklúbburinn Vestarr, GVG, frá Grundarfirði stóð uppi sem sigurvegari og fer upp í 4. deild á næsta ári. Eftirfarandi skipuðu sigurlið Vestarrs: Feðgarnir Ásgeir Ragnarsson og Heimir Þór Ásgeirsson auk Sigurþórs Jónssonar og Hinriks Konráðssonar.  Golfklúbburinn Jökull, frá Ólafsvík, varð í öðru sæti og heimamenn í Golfklúbbi Hornafjarðar enduðu í þriðja sæti. Sjá má lokastöðuna í 5. deild karla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2022 | 18:00

Íslandsmót golfklúbba 2022: 4 ásar í keppni 5. deildar karla!!!!

Fjórir keppendur í 5. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba fóru holu í höggi á Silfurnesvelli á Höfn í Hornafirði 12.-14. ágúst sl. Heimamaðurinn Halldór Birgisson sló fyrsta draumahöggið á 5. holu í viðureign sinni gegn Heimi Þór Ásgeirssyni, úr Golfklúbbnum Vestarr frá Grundarfirði. Heimir Þór gerði sér lítið fyrir og fór einnig holu í höggi í þessari viðureign gegn Halldóri. Heimir Þór sló draumahöggið á 2. braut Silfurnesvallar, sem var sú 11. í viðureigninni. Þessi tvö högg slóu þeir á fyrsta keppnisdegi. Kristbjörn Arngrímsson, úr Golfklúbbnum Hamri Dalvík, var sá þriðji sem fór holu í höggi í þessu móti og sló hann draumahöggið á 2. braut á öðrum keppnisdegi mótsins, Lesa meira