
PGA: Will Zalatoris sigraði á FedEx St. Jude Championship
Það var Will (William Patrick) Zalatoris, sem stóð uppi sem sigurvegari á FedEx St. Jude Championship, en mótið fór fram dagana 11.-14. ágúst sl. í Memphis, Tennessee.
Zalatoris þurfti að hafa fyrir sigrinum, en eftir hefðbundinn leik var hann efstur og jafn Austurríkismanninum Sepp Straka.
Báðir léku þeir á samtals 15 undir pari, 265 höggum; Zalatoris (71 63 65 66) og Straka (64 66 68 67).
Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar hafði Zalatoris betur á 3. holu bráðabanans, þ.e. par-3 11. holu TPC Southwind, en áður hafði allt verið í járnum þegar par-4 18. brautin var spiluð tvívegis.
Will Zalatoris er fæddur 16. ágúst 1996 og því 26 ára. Hann var í Wake Forest líkt og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir. Zalatoris gerðist atvinnumaður í golfi árið 2018. Þetta er fyrsti sigur hans á PGA Tour en fyrir átti hann 1 sigur á Korn Ferry Tour (á TPC Colorado Championship 4. júlí 2020). Hann er búinn að vera við það að sigra í allt ár og vakti einkum athygli á sér í ár, fyrir frækilega frammistöðu í risamótum ársins en í PGA Championship varð hann í 2. sæti og Opna bandaríska T-2. Zalatoris var valinn nýliði ársins á PGA Tour 2021.
Sjá má lokastöðuna á FedEx St. Jude Championship með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023