Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst keppir í Svíþjóð 25.-28. ágúst n.k.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, og Haraldur Franklín Magnús, GR, léku báðir á Dormy Open sem fram fór í Svíþjóð dagana 18.-21. ágúst. Keppnin fór fram á Österåkers vellinum í Stokkhólmi. Haraldur Franklín lék fyrstu tvo hringina á 75 og 71 höggi, og Guðmundur Ágúst lék á 72-76. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn en mótið var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour. Guðmundur Ágúst verður á meðal keppenda á næsta móti sem fram fer á Allerum vellinum við borgina Helsingborg í Svíþjóð dagana 25.-28. ágúst. Haraldur Franklín er ekki á keppendalista í því móti. Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit. Andri Þór Björnsson, GR, og Bjarki Pétursson, GKG, eru Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Auður Kjartansdóttir – 23. ágúst 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Auður Kjartansdóttir. Auður er fædd 23. ágúst 1991 og á því 31 árs afmæli í dag! Hún er klúbbmeistari Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 2013, 2014, 2015 og 2016 eða 4 ár í röð!!! Síðan er hún kvenklúbbmeistari GJÓ 2021 og 2022! Frábær árangur þetta hjá Auði!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Auði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Auður Kjartansdóttir – Innilega til hamingju með 31 árs afmælið!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Thomson, 23. ágúst 1929 (93 ára); Skylmingafélag Reykjavíkur 23. ágúst 1948 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gene Sauers ——— 22. ágúst 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Gene Sauers. Hann er fæddur 22. ágúst 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, 22. ágúst 1937 – 4. janúar 2023 (85 ára); Gene Sauers, 22. ágúst 1962 (60 ára); Paola Moreno, 22. ágúst 1985 (37 ára); Brittany Lang 22. ágúst 1985 (37 ára); Alana Uriell, 22. ágúst 1996 (26 ára) …. og …. Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Afmæliskylfingur dagsins: Sturla Friðriksson – 21. ágúst 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Sturla Friðriksson. Hann fæddist 21. ágúst 1966 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Sturlu til hamingju með afmælið Sturla Friðriksson (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eiríkur Jónsson, 21. ágúst 1905 (hefði orðið 117 ára); Sigridur Eythorsdottir, f. 21. ágúst 1940- d. 22. júlí 2016; Richard Francis „Dick“ Zokol, 21. ágúst 1958 (64 ára); Sturla Friðriksson, 21. ágúst 1962 (60 ára); Anna Björk Birgisdóttir, 21. ágúst 1966 (56 ára); Keramikhofið Slf, 21. ágúst 1972 (50 ára); Magnus A Carlson, 21. ágúst Lesa meira
Ragnhildur úr leik á 1. stigi úrtökumóts f. LPGA
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er úr leik á úrtökumóti fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Alls hófu 311 keppendur leik á 1. stigi úrtökumótsins og komust 100 efstu áfram á 2. stigið. Keppnin fór fram á þremur völlum á Rancho Mirage golfsvæðinu í Kaliforníu. Alls eru þrjú stig á úrtökumótunum fyrir LPGA. Eftir þriðja keppnisdag, 54 holur, var niðurskurður og var Ragnhildur fimm höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Hún lék hringina þrjá á 224 höggum (72-76-76) (+8) Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnhildur tekur þátt á úrtökumótinu. Hún hefur á undanförnum árum stundað nám í Kentucky í Bandaríkjunum – samhliða því að keppa í golfi með skólaliðinu. Ólafía Lesa meira
Íslandsmót golfklúbba 2022 50+: GH sigraði í 3. deild karla
Íslandsmót golfklúbba 2022 í karflokki 50 ára og eldri fór fram á þremur stöðum dagana 18.-20. ágúst. Í 3. deild var keppt á Húsatóftavelli í Grindavík. Alls tóku 9 lið þátt sem er töluverð fjölgun frá fyrri árum. Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur, 18 holur á dag, alls 36 holur. Liðin sem enduðu í fjórum efstu sætunum léku til úrslita í riðlakeppni um efstu sætin, 1.-4. Þar var leikinn einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir í hverri umferð. Liðin í sætum 5-8 kepptu í riðli með sama fyrirkomulagi. Golfklúbbur Húsavíkur sigraði í 3. deild karla eftir sigur gegn Golfklúbbi Kiðjabergs í úrslitaleik um efsta sætið. Golfklúbbur Hveragerðis varð í þriðja Lesa meira
Íslandsmót golfklúbba 2022: GSE sigraði í 2. deild karla
Íslandsmót golfklúbba 2022 í karflokki 50 ára og eldri fór fram á þremur stöðum dagana 18.-20. ágúst. Í 2. deild var keppt á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Alls tóku 8 lið þátt. Keppt var í tveimur riðlum og leikin ein umferð í riðlinum. Tvö efstu liðin komust í undanúrslit þar sem að efsta liðið í A-riðli leikur gegn liðinu í 2. sæti í B-riðli. Efsta liðið úr B-riðli leikur gegn liðinu í 2. sæti í A-riðli. Liðin sem komast ekki í undanúrslit léku um sæti 5.-8. og neðsta liðið féll í 3. deild. Einn fjórmenningsleikur og fjórir tvímenningsleikir fara fram í hverri umferð. Golfklúbburinn Setberg sigraði í 2. deild og leikur Lesa meira
Íslandsmót golfklúbba 2022 50+: GS sigraði í 2. deild kvenna
Íslandsmót golfklúbba 2022 í kvennaflokki 50 ára og eldri fór fram á Hólmsvelli í Leiru 18.-20. ágúst. Í 2. deild var keppt á Hólmsvelli i Leiru. Alls tóku 8 lið þátt. Keppt var í tveimur riðlum og leikin ein umferð í riðlinum. Tvö efstu liðin komust í undanúrslit þar sem að efsta liðið í A-riðli lék gegn liðinu í 2. sæti í B-riðli. Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liðinu í 2. sæti í A-riðli. Liðin sem komust ekki í undanúrslit léku um sæti 5.-8. Einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir fóru fram í hverri umferð. Golfklúbbur Suðurnesja sigraði Golfklúbb Kiðjabergs í úrslitaleiknum um efsta sætið og leikur GS í efstu Lesa meira
LET: Nelly Korda vann einstaklingskeppnina í Aramco Team Series – Sotogrande
Númer 3 á Rolex heimslista kenna, Nelly Korda, átti glæsilokarhing á Aramco Team Series – Sotogrande, þ.e. var á 5 undir pari, 67 höggum og nældi sér í einstaklingstitilinn, þremur höggum á undan næstu. Mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna (skammst: LET) og var mót vikunnar á mótaröðinni og fór fram í La Reserva Club De Sotogrande, á Spáni 18.- 20.ágúst 2022. Nelly hóf keppni 7 höggum á eftir systur sinni, Jessicu Korda, sem var í forystu fyrir lokahringinn En Nelly fór á flug á lokahringnum og lauk keppni á samtals 13 undir pari, 203 höggum (67 69 67). Öðru sætinu deildu 3 kylfingar, sem allar voru 3 höggum á Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (33/2022)
Einn gamall og góður á ensku: A golfer sliced a ball into a field of chickens, striking one of the hens and killing it instantly. He was understandably upset, and sought out the farmer. “I’m sorry,” he said, “my terrible tee shot hit one of your hens and killed it. Can I replace the hen?” “I don’t know about that,” replied the farmer, mulling it over. “How many eggs a day do you lay?”










