Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2022 | 22:00

Íslandsmót golfklúbba 2022: Golfklúbburinn Geysir sigraði í 4. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2022 í 4. deild karla fór fram á Kálfatjarnavelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar dagana 12.-14. ágúst.

Golfklúbburinn Geysir sigraði Golfklúbb Siglufjarðar 2-1 í úrslitaleiknum og tryggði sér þar með sæti í 3. deild að ári.

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar sigraði Golfklúbb Sandgerðis í leiknum um þriðja sætið.

Golfklúbbur Álftaness féll í 5. deild.

Leikmenn Geysis sögðu í skeyti til golf.is að Kálfatjarnarvöllur væri í frábæru standi og að þau ættu stórt hrós skilið fyrir mótshaldið, þ.e. stjórn og starfsmaður klúbbsins.

Sjá má lokastöðuna í 4. deild karla með því að SMELLA HÉR: