GALGORM, NORTHERN IRELAND – AUGUST 14: Maja Stark of Sweden poses for a photograph with the trophy after winning the Women’s ISPS Handa World Invitational on Day Four of the ISPS Handa World Invitational presented by AVIV Clinics at Galgorm Castle and Massereene Golf Clubs on August 14, 2022 in Co Antrim, Northern Ireland. (Photo by Andrew Redington/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2022 | 20:00

LET: Maja Stark sigraði á ISPS Handa World Inv.

Dagana 11.-14. ágúst sl. fór fram ISPS Handa World Inv. í Galgorm Castle & Massereene Golf Club á Írlandi.

Þetta var sameiginlegt mót Evrópumótaraðar karla og kvenna og LPGA. Hjá körlunum náði Haraldur Franklín Magnús þeim frækilega árangri að verða T-26 en 3 íslenskir karlkylfingar kepptu á mótinu: Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Bjarki Pétursson náðu því miður ekki niðurskurði að þessu sinni. Sigurvegari hjá körlunum varð Skotinn Ewan Fergusson.

Hjá konunum sigraði hins vegar hin 22 ára sænska Maja Stark. Hún lék á samtals 20 undir pari, 271 höggi (69 70 69 63). Sigur hennar var afgerandi, en hún átti heil 5 högg á næsta keppanda; Allisen Corpuz frá Bandaríkjunum, sem varð í 2. sæti.

Sjá má lokastöðuna hjá konunum með því að SMELLA HÉR: