Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2022 | 12:00

Íslandsmót golfklúbba 2022 50+: GH sigraði í 3. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2022 í karflokki 50 ára og eldri fór fram á þremur stöðum dagana 18.-20. ágúst.

Í 3. deild var keppt á Húsatóftavelli í Grindavík. Alls tóku 9 lið þátt sem er töluverð fjölgun frá fyrri árum. Fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur, 18 holur á dag, alls 36 holur. Liðin sem enduðu í fjórum efstu sætunum léku til úrslita í riðlakeppni um efstu sætin, 1.-4. Þar var leikinn einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir í hverri umferð. Liðin í sætum 5-8 kepptu í riðli með sama fyrirkomulagi.

Golfklúbbur Húsavíkur sigraði í 3. deild karla eftir sigur gegn Golfklúbbi Kiðjabergs í úrslitaleik um efsta sætið. Golfklúbbur Hveragerðis varð í þriðja sæti. GH leikur í 2. deild á næsta ári.

Sjá má úrslit í 3. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba 2022 í fl. 50+ með því að SMELLA HÉR: