Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2022 | 08:00

Íslandsmót golfklúbba 2022 50+: GS sigraði í 2. deild kvenna

Íslandsmót golfklúbba 2022 í kvennaflokki 50 ára og eldri fór fram á Hólmsvelli í Leiru 18.-20. ágúst.

Í 2. deild var keppt á Hólmsvelli i Leiru. Alls tóku 8 lið þátt. Keppt var í tveimur riðlum og leikin ein umferð í riðlinum. Tvö efstu liðin komust í undanúrslit þar sem að efsta liðið í A-riðli lék gegn liðinu í 2. sæti í B-riðli. Efsta liðið úr B-riðli lék gegn liðinu í 2. sæti í A-riðli. Liðin sem komust ekki í undanúrslit léku um sæti 5.-8. Einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir fóru fram í hverri umferð.

Golfklúbbur Suðurnesja sigraði Golfklúbb Kiðjabergs í úrslitaleiknum um efsta sætið og leikur GS í efstu deild á næsta ári. Sameiginlegt lið GHD og GFB sigraði Golfklúbb Akureyrar í leiknum um þriðja sætið