Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2022 | 10:00

Íslandsmót golfklúbba 2022: GSE sigraði í 2. deild karla

Íslandsmót golfklúbba 2022 í karflokki 50 ára og eldri fór fram á þremur stöðum dagana 18.-20. ágúst.

Í 2. deild var keppt á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Alls tóku 8 lið þátt. Keppt var í tveimur riðlum og leikin ein umferð í riðlinum.

Tvö efstu liðin komust í undanúrslit þar sem að efsta liðið í A-riðli leikur gegn liðinu í 2. sæti í B-riðli.

Efsta liðið úr B-riðli leikur gegn liðinu í 2. sæti í A-riðli.

Liðin sem komast ekki í undanúrslit léku um sæti 5.-8. og neðsta liðið féll í 3. deild.

Einn fjórmenningsleikur og fjórir tvímenningsleikir fara fram í hverri umferð.

Golfklúbburinn Setberg sigraði í 2. deild og leikur í efstu deild á næsta ári. GSE sigraði Golfklúbb Vestmannaeyja í úrslitaleiknum um efsta sætið. Golfklúbbur Mosfellsbæjar varð í þriðja sæti. Golfklúbbur Fjallabyggðar féll og leikur í 3. deild á næsta ári.

Í aðalmyndaglugga: Sigursveit Íslandsmeistara GSE í 2. deild á Íslandsmóti golfklúbba 2022.