Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aron Snær Júlíusson – 29. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Aron Snær Júlíusson, GKG. Aron Snær fæddist 29. nóvember 1996 og á því 21 árs afmæli í dag. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu, með liði Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns og stóð sig vel. Af einstökum afrekum Aron Snæs mætti sem dæmi nefna að hann varð klúbbmeistari GKG 2015 og sigraði í Einvíginu á Nesinu 2015; hann setti vallarmet á Jaðrinum 2014 – 67 högg; hann varð stigameistari GSÍ á Íslandsbankamótaröðinni 2013 í piltaflokki tók m.a. þátt í Duke of York mótinu 2013 og sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ, árið 2012 og þá er fátt eitt talið. Nú í ár, 2017 reyndi Aron Snær fyrir sér í úrtökumótum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Tom Lovelady (37/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2017 | 10:00

Viðtal LET við Ólafiu Þórunni fyrir Drottningarmótið

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er ein af 6 nýliðum í liði Evrópu sem keppir í Drottningarmótinu í Japan gegn liðsúrvali Asíu. Hinir nýliðarnir eru: Lee Ann Pace (Suður-Afríka), Holly Clyburn (England), Felicity Johnson (England), Annabella Dimmock (England) og Carly Booth (Skotland). Mótið hefst nú á fimmtudaginn 1. desember n.k. Stutt viðtal var tekið við nýliðana á vefsíðu LET og það sem Ólafía Þórunn sagði var m.a.: „Ég hef aldrei spilað fyrir alþjóðalið áður en ég held að síðasta liðamót sem ég tók þátt í var þegar ég var fulltrúi Íslandi 2014 á World Amateur Team Championships í Karuizawa, Japan. Japan er eitt af uppáhaldslöndum mínum. Maturinn er frábær, fólkið er gott og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Sæmundsdóttir – 28. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Sæmundsdóttir, GR, tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi í flokki 50+ 2010 og 2011 sem og Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ með sveit eldri kvenna í GR, þ.e. 2011, 2012 og 2013. Steinunn fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1960. Hún byrjaði í golfi 14 ára og gekk í GR 1974. Aðaldriffjöðurin í golfleiknum var bróðir Steinunnar, Óskar en hún dró oft fyrir hann. Jafnhliða fjölda Íslandsmeistaratitla í golfi og klúbbmeistaratitla hjá GR er afmæliskylfingurinn okkar 12-faldur Íslandsmeistari á skíðum. Í dag er Steinunn með 5,5 í forgjöf. Steinunn er 4 barna móðir þeirra Sæunnar Ágústu 34 ára; Hlyns Heiðars, 34 ára; Söndru Rós, 21 árs og Sigrúnar Ásu 17 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þráinn Bj Farestveit – 27. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Þráinn Bj Farestveit. Hann er fæddur 27. nóvember 1964 og á því 53 ára afmæli í dag. Þráinn er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann er kvæntur Ólöfu Ástu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til afmæli hér að neðan Þráinn Bj Farestveit (53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ferðafélag Siglufjarðar (90 ára STÓRAFMÆLI!!!); Hisayuki Sasaki, 27. nóvember 1964 (53 ára); Danielle Ammaccapane 27. nóvember 1965 (52 ára); Helmut Müller 27. nóvember 1973 (44 ára); Adrienne Bernadet, 27. nóvember 1984 (33 ára); Neglur Og Fegurð Eva, 27. nóvember 1984 (33 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Martin Piller (36/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2017 | 12:00

Eiginkona Rose kaddý í fyrsta sinn

Justin Rose og eiginkona hans hafa fundið upp nýja leið til að halda upp á brúðkaupsafmælið – hún mun vera kaddý hjá honum á Indonesian Masters í næsta mánuði, tilkynnti Rose brosandi. Í viðtali, sem Rose gaf eftir lokahringinn á Hong Kong Open í gær, þar sem hann lauk keppni T-10 sagði Rose: „Mér finnst gaman (að spila) í Asíu. Konan verður kaddýinn minn.“ „Þetta stendur yfir meðan við eigum brúðkaupsafmæli, þannig að þetta er allt öðruvísi  áskorun.“ „Við verðum að ljúka þessu og blómstra,“ djókaði Rose (Ekki annað hægt þegar tvær rósir eru á vellinum 🙂 ) Aðspurður hvort kona hans – sem er fyrrum fimleikastjarna frá Englandi Kate Phillips – Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2017 | 10:00

Hvað var í sigurpoka Ormsby?

Eftirfarandi verkfæri voru í poka Wade Ormsby þegar hann vann fyrsta sigur sinn á Evróputúrnum á UBS Hong Kong Open mótinu nú um helgina: Dræver:Titleist 917 D2 8.5˚ Brautartré:Titleist 917 F2 15˚ Blendingar:Adams Idea Pro 16˚, Adams Idea Pro VST 21˚ Járn:Titleist 718 CB 4-5, Titleist 718 MB 6-9 Fleygjárn: Titleist Vokey SM6 48˚, 54˚, 58˚ Pútter:Scotty Cameron Futura X5R Bolti:Titleist Pro V1x Golfskór:FootJoy Icon


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2017 | 08:00

GSÍ: Breytingar á stjórn GSÍ 2017-2019

Fjórar breytingar verða á stjórn GSÍ sem kjörin var einróma á þingi golfsambandsins sem lauk í gær í Laugardalshöll. Haukur Örn Birgisson verður forseti GSÍ en hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2013. Aðrir í stjórn GSÍ eru: Eggert Ágúst Sverrisson, Kristín Guðmundsdóttir, Gunnar K. Gunnarsson, Hansína Þorkelsdóttir, Bergsteinn Hjörleifsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón B. Stefánsson, Jón Steindór Árnason, Hulda Bjarnadóttir og Hörður Geirsson. Þau fjögur síðastnefndu eru ný í stjórn GSÍ. Helgi Anton Eiríksson, Jón Júlíus Karlsson, Rósa Jónsdóttir og Theodór Kristjánsson gengu úr stjórninni. Haukur forseti þakkaði þeim sem stjórnarmönnum sem gengu úr stjórn GSÍ kærlega fyrir sitt framlag til golfíþróttarinnar. Öll gögn frá golfþinginu má nálgast Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2017 | 19:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Gavin Moynihan (3/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. 9 kylfingar deildu með sér 25. sætinu í ár; léku allir hringina 6 á samtals 13 undir pari. Í dag verður Gavin Moynihan kynntur en hann var einn af þeim 9 heppnu síðustu, sem hlutu kortið sitt en Matthew Nixon og Cristofer Blomstrand hafa þegar verið kynntir Gavin Moynihan fæddist 17. september 1994 í Dublin á Írlandi og er því 23 ára. Moynihan átti góðan áhugamannaferil; sigraði m.a. Irish Amateur Lesa meira