Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2017 | 10:00

Viðtal LET við Ólafiu Þórunni fyrir Drottningarmótið

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er ein af 6 nýliðum í liði Evrópu sem keppir í Drottningarmótinu í Japan gegn liðsúrvali Asíu.

Hinir nýliðarnir eru: Lee Ann Pace (Suður-Afríka), Holly Clyburn (England), Felicity Johnson (England), Annabella Dimmock (England) og Carly Booth (Skotland).

Mótið hefst nú á fimmtudaginn 1. desember n.k.

Stutt viðtal var tekið við nýliðana á vefsíðu LET og það sem Ólafía Þórunn sagði var m.a.:

Ég hef aldrei spilað fyrir alþjóðalið áður en ég held að síðasta liðamót sem ég tók þátt í var þegar ég var fulltrúi Íslandi 2014 á World Amateur Team Championships í Karuizawa, Japan. Japan er eitt af uppáhaldslöndum mínum. Maturinn er frábær, fólkið er gott og heiðarlegt og mótsstaðirnir eru svalir. Mér finnst það skemmtilegt, því við erum vinjulega að keppa gegn hver annarri en ekki að hvetja hverja aðra áfram. Það er alltaf vinátta til staðar, en þetta er öðruvísi og það myndast sterkari vinátta þegar maður er hluti af liði.“