Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aron Snær Júlíusson – 29. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Aron Snær Júlíusson, GKG. Aron Snær fæddist 29. nóvember 1996 og á því 21 árs afmæli í dag.

Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu, með liði Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns og stóð sig vel.

Af einstökum afrekum Aron Snæs mætti sem dæmi nefna að hann varð klúbbmeistari GKG 2015 og sigraði í Einvíginu á Nesinu 2015; hann setti vallarmet á Jaðrinum 2014 – 67 högg; hann varð stigameistari GSÍ á Íslandsbankamótaröðinni 2013 í piltaflokki tók m.a. þátt í Duke of York mótinu 2013 og sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ, árið 2012 og þá er fátt eitt talið.

Nú í ár, 2017 reyndi Aron Snær fyrir sér í úrtökumótum fyrir Evróputúrinn nú og ár 2017 og gekk vel á 1. stigi en datt út á 2. stigi. Han tók nú í áreinnig þátt í EM einstaklinga og spilaði, sem fyrr, á Eimskipsmótaröðinni, þar sem hann sigraði glæsilega á Securitasmótinu.

Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Aron Snæ með því að SMELLA HÉR:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: K Snæfells Kjartansson, 29. nóvember 1954 (63 ára); Santiago Luna, 29. nóvember 1962 (55 ára); Perry Parker, 29. nóvember 1964 (53 ára);Rósa Guðbjartsdóttir, 29. nóvember 1965 (52 ára);  Guy Hill, 29. nóvember 1970 (47 ára); Tonya Gill 29. nóvember 1970 (47 ára) og Danny Chia, 29. nóvember 1972 (45 ára); Ann-Kathrin Lindner, 29. nóvember 1987 (30 ára STÓRAFMÆLI!!! – spilaði á LET)  ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is