Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2017 | 12:00

Eiginkona Rose kaddý í fyrsta sinn

Justin Rose og eiginkona hans hafa fundið upp nýja leið til að halda upp á brúðkaupsafmælið – hún mun vera kaddý hjá honum á Indonesian Masters í næsta mánuði, tilkynnti Rose brosandi.

Í viðtali, sem Rose gaf eftir lokahringinn á Hong Kong Open í gær, þar sem hann lauk keppni T-10 sagði Rose: „Mér finnst gaman (að spila) í Asíu. Konan verður kaddýinn minn.“

Þetta stendur yfir meðan við eigum brúðkaupsafmæli, þannig að þetta er allt öðruvísi  áskorun.“

Við verðum að ljúka þessu og blómstra,“ djókaði Rose (Ekki annað hægt þegar tvær rósir eru á vellinum 🙂 )

Aðspurður hvort kona hans – sem er fyrrum fimleikastjarna frá Englandi Kate Phillips – væri góð í að lesa grínin, bætti hann við: „Hún veit jafn mikið um golf og littli 8 ára strákurinn minn (Leo). Þetta verður bara gaman hjá okkur.“