Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2018 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Sophia Popov (14/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 13 stúlkur, sem deildu 32. sætinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2018 | 20:00

PGA: 9 kylfingar sem þarfnast sárlega sigurs á PGA Tour 2018 (1/3)

Á undanförnum árum höfum við séð leikmenn á PGA Tour sem hafa risið hratt upp á stjörnuhiminn með sigri og síðan hefir ekkert spurst til þeirra. Eða þeir hafa stöðugt verið nálægt því að sigra en aldrei almennilega tekist að næla í sigurinn.   Það sem sagt er um þá er að þeir þarfnist sigurs sárlega eða „að tími væri kominn á sigur þeirra.“ Kylfingar eins og Kevin Chappell, Pat Perez, Kyle Stanley og Kevin Kisner koma upp í hugann. Þeir eiga það sameiginlegt að sagt var um þá að tími væri kominn á þá (að sigra). Hér á eftir verður getið fyrstu 3 kylfinga af 9 sem tími er kominn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 1. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Njálsson –– 1. janúar 2018

Afmæliskylfingar Nýársdags í ár eru áhöfn Baldvins Njálssonar .  Baldvin „er fæddur“ 1. janúar 1988 og á því 30 ára stórafmæli í dag.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni (áhöfninni) til hamingju með daginn hér að neðan: Baldvin Njálsson · 30 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Sullivan, 1. janúar 1955 (63 ára); Gestur Már Sigurðsson, GK, 1. janúar 1964 (54 ára); Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir, 1. janúar 1964 (54 ára); Paul Lawrie, 1. janúar 1969 (49 ára), Eysteinn Magnús Guðmundsson 1. janúar 1972 (46 ára);  Keilir Vopnason (42 ára);   …… og ….. Emil Thorarensen Fjöldi fyrirtækja sem eru vinir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2017 | 18:00

Gleðilegt nýtt ár 2018!

Golf 1 óskar lesendum sínum svo og öllum kylfingum og landsmönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2018, með mörgum gleðistundum í golfi á komandi ári. Golf 1 hefir nú verið starfandi í rúma 75 mánuði, þ.e. 6 ár , 3 mánuði og 6 daga og hafa á þeim tíma birtst um 18.300 greinar, en þar af voru um 2100 skrifaðar á s.l. ári, 2017 sem þýðir u.þ.b. 6 greinar um golf að meðaltali á hverjum einasta degi 2017. Stefnt verður að því að auka greinaskrif á næsta ári. Kylfingar innanlands, sem og vaxandi fjöldi erlendra kylfinga hafa tekið þessum yngsta golffréttavef Íslands framúrskarandi vel og umferð um vefinn ekkert Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 31. 2017 | 08:00

Luke Donald fannst lítið úr sér gert 2011 við val BBC á íþróttamanni ársins

Luke Donald hefir gagnrýnt BBC Sports Personality of the Year award og sagði að BBC hefði  gert lítið úr sér þegar hann var tilefndur til titilsins árið 2011. Árið 2011 var Donald nr. 1 á heimslistanum og hélt því sæti í 40 vikur. Honum fannst lítið úr sér gert með samantekt BBC um sig það ár. Óánægja Donald kom í ljós þegar enski kylfingurinn Eddie Pepperell gagnrýndi verlaunin. Pepperell sagði í tvíti: „Ég ólst upp við að elska SPOTY (stytting á Sports Personality of the Year award). Mig dreymdi jafnvel um að vinna þau einn dag. En með hækkandi aldri hef ég annaðhvort orðið ótrúlega kaldhæðin eða þetta eru orðinn ruglverðlaun. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2017 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2018: Ben Evans (7/33)

Það voru 33 kylfingar sem tryggðu sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór dagana 11.-16. nóvember sl. á Lumine golfstaðnum á Spáni. Það voru 25 efstu og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu, sem tryggðu sér keppnisrétt. 9 kylfingar deildu með sér 25. sætinu í ár; léku allir hringina 6 á samtals 13 undir pari. Í dag verður Ben Evans frá Englandi kynntur en hann var einn af þeim 9 heppnu síðustu, sem hlutu kortið sitt en Christiaan Bezuidenhout, Felipe Aguilar, Jazz Janewattananond, Gavin Moynihan, Matthew Nixon og Cristofer Blomstrand hafa þegar verið kynntir. Ben Evans fæddist í Maidstone Englandi 13. desember 1986 og er því Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tiger Woods –—– 30. desember 2017

Afmæliskylfingur dagsins í dag er Eldrick Tont „Tiger“ Woods. Tiger fæddist 30. desember 1975, í Cypress, í Kaliforníu og nú er loksins komið að því, Tiger er 41 ára í dag. Hann hefir spilað golf frá 2 ára aldri og þótti undrabarn, sjá má myndskeið með honum bráðungum, þar sem hann kom fram í sjónvarpsþættinum „The Michael Douglas Show“ ásamt Bob Hope, með því að SMELLA HÉR: Tiger ólst upp í Kaliforníu þar sem hann sigraði næstum öll mót í sínum aldursflokki og oft krakka sem voru mun eldri en hann. Tiger var aðeins 3 ára þegar hann spilaði 9 holur undir 50 höggum. Fyrsta skiptið sem það gerðist var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rut Svanbergsdóttir – 29. desember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Rut Svanbergsdóttir. Helga Rut er fædd 29. desember 1982 og á því 35 ára afmæli í dag!!! Hún er í GM. Komast má á facebook síðu Helgu Rut til þess að óska henni til hamingju með afmælið með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curt Allen Byrum, 29. desember 1958 (59 ára); Arinbjörn Kúld, GA, 29. desember 1960 (57 ára); Ásta Henriksen, 29. desember 1964 (53 ára); Bruce Bulina, 29. desember 1966 (51 árs); Drew Hartt, 29. desember 1966 (51 árs); Finnbogi Þorkell Jónsson, 29. desember 1981 (36 ára); Robert Dinwiddie, 29. desember 1982 (35 ára); Martin Laird, 29. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Martina Edberg (13/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 13 stúlkur, sem deildu 32. sætinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2017 | 23:59

Ólafía Þórunn Íþróttamaður ársins 2017!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er Íþróttamaður ársins 2017 en kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í hófi í Hörpu í kvöld. Ólafía hlaut 422 stig af alls 520 stigum mögulegum. Knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru í næstu sætum á eftir. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni varð í 9. sæti í þessu kjöri. Þetta er aðeins í þriðja sinn þar sem tveir kylfingar eru á topp 10 listanum í kjörinu á Íþróttamanni ársins. Þetta er í fyrsta sinn í 62 ára sögu kjörsins að kylfingur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en Ólafía Þórunn er sjötta konan sem verður fyrir valinu. Karlalandslið Íslands í knattspyrnu var valið lið Lesa meira