
Luke Donald fannst lítið úr sér gert 2011 við val BBC á íþróttamanni ársins
Luke Donald hefir gagnrýnt BBC Sports Personality of the Year award og sagði að BBC hefði gert lítið úr sér þegar hann var tilefndur til titilsins árið 2011.
Árið 2011 var Donald nr. 1 á heimslistanum og hélt því sæti í 40 vikur.
Honum fannst lítið úr sér gert með samantekt BBC um sig það ár.
Óánægja Donald kom í ljós þegar enski kylfingurinn Eddie Pepperell gagnrýndi verlaunin.
Pepperell sagði í tvíti:
„Ég ólst upp við að elska SPOTY (stytting á Sports Personality of the Year award). Mig dreymdi jafnvel um að vinna þau einn dag. En með hækkandi aldri hef ég annaðhvort orðið ótrúlega kaldhæðin eða þetta eru orðinn ruglverðlaun. Ég vona að það sé það fyrrnefnda en stundum velti ég því fyrir mér hvort það sé hið síðarnefnda.“
Donald blandaði sér í umræðuna og tvítaði:
„Felt very privileged at the time to be nominated for SPOTY, then they belittled my achievements with a montage of me making a bunch of putts using a lightsaber.“
(Íslenska: „Mér fannst mikill heiður af því að vera tilnefndur til SPOTY verðlauna en síðan gerðu þeir lítið úr mér með samantekt af mér að pútta notandi ljóssverð (líkt og í Star Wars).“
Luke Donald átti frábært ár fyrir 6 árum síðan og var eins og segir nr. 1 á heimslistanum eftir að sigra á BMW PGA Championship í Wentworth. Einu ári síðar hlaut hann MBE orðuna úr hendi Bretadrottningu eins og Justin Rose nú í ár.
Eftir atkvæðagreiðslur almennings varð Luke Donald í 4. sæti á eftir Mark Cavendish, Darren Clarke og Mo Farah, sem sigraði síðan í valinu á BBC íþróttamanni ársins það ár.
Margir áhorfendur voru óánægðir með atkvæðagreiðsluna það ár og voru hissa að hnefaleikamaðurinn Anthony Joshua og fjórfaldur sigurvegari Formúlu 1, Lewis Hamilton skyldu ekki vera meðal efstu þriggja.
Sumir héldu því jafnvel fram þá að um eitt alsherjar svindl væri að ræða.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster